Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 6

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 6
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Látum ekki staðar numið og horfum til framtíðaru - rætt við Guðmund Hallvarðsson alþingismann og formann Sjómannadagsráðs Sú ágæta venja hefur skapast að Sjómannadagsblaðið ræði við formann Sjómannadagsráðs um það sem gerst hefur frá því er blaðið síðast kom út og það sem fram undan er. Ekki er vikið út af þessari venju nú og við innum Guðmund Hallvarðsson eftir því sem hæst hefur borið að undanförnu. Ekki er ofsagt að af nógu er að taka. Minningaröldur sjómannadagsins hafa sannað að þar var vissulega leyst úr brýnni þörf og hið stórglæsilega mannvirki, sundlaugin og endurhæfingarmiðstöðin við Hrafnistu í Reykja- vík var vígð með mikilli viðhöfn þann 5. mars sl. En af fleiru er að taka og mun það koma fram í viðtalinu sem hér fylgir á eftir. „Fyrri hluta vetrar 1995 kom að máli við mig sjómannskona, frú Hall- dóra Gunnarsdóttir, en bróðir hennar, Birgir, týndist með vitaskipinu Her- móði sem fórst með allri áhöfn 1959,“ segir Guðmundur Hallvarðsson. „Spuming hennar var sú hvernig hún og ættingjar hennar gætu minnst þeirra sem í hinni votu gröf hvfla. A hverjum Sjómannadegi er blómsveig- ur lagður á gröf óþekkta sjómannsins, en nú hefur nýtt skref verið stigið í því skyni að heiðra minningu látinna sjómanna, þeirra sem hafa týnst. Margir hafa átt um sárt að binda vegna sjóslysa og hefur það aukið á þjáningu ástvinanna þegar maður hef- ur ekki fundist og þar með ekki hlotið legstað í vígðri mold.“ Minningaröldur Sjómanna- dagsins hafa mælst vel fyrir „Við ræddum þetta hér í stjóm Sjó- mannadagsráðs og urðum sammála um úrbætur sem við kynntum á haust- fundi Sjómannadagsráðs. Þar var samþykkt að ráðast í það að reisa minnisvarða úr tilsöguðum grásteini. Skyldi þarna vera um að ræða fjórar öldur með sléttum fleti, hvar á væri hægt að setja nöfn drukknaðra og týndra sjómanna og annarra sæfar- enda, fæðingardag þeirra, dánardag, Guðmundur Hcillvarðsson: „Með minningaröldunum var fargi létt af mörgum hjörtum. “ stöðu á skipi og skipsnafn, samkvæmt óskum ættinga eða útgerða og skyldi samráð haft við Kirkjugarða Reykja- víkur um stafagerð. Skyldi minnis- varðinn vera tákn þess að menn þess- ir væru ekki gleymdir, heldur mynd- um við þá alla. Þessu var senn hrund- ið í framkvæmd og voru minningar- öldurnar vígðar að morgni Sjómanna- dagsins 1996. Framan við þær var komið fyrir sérstökum steini með eft- irfarandi áletrun: “Nú segir Drottinn, sá er skóp þig: Ottast þú eigi, því égfrelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. “ Standa öldumar við hlið Fossvogs- kapellu hjá vitanum sem helgaður er minningu óþekkta sjómannsins. Þar er skemmst frá að segja að við höfum fengið miklar og góðar undir- tektir með þetta framtak, og ég játa að ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir að við vorum búnir að reisa þennan minnisvarða hve við höfðum létt á mörgum hjörtum með þessari framkvæmd. Við okkur hefur verið rætt og hringt til okkar og fólk hefur sagt frá hvemig það hafi komið í kirkjugarðana á fæðingar- eða dánar- degi umrædds ættingja sem hvfldi í hinni votu gröf og ekki vitað með hvaða hætti það ætti að minnast hans. Til dæmis sagði mér frú Halldóra Gunnarsdóttir að það hefði verið eins og þungu fargi hefði verið létt af sér og fjölskyldu sinni með því að minn- ingaröldurnar komu til sögu og þannig væri um fjölmarga aðra sem við hana höfðu talað. Þannig er ljóst að vel hefur tekist til, og meðan við sitjum og ræðum þetta mál hér í mars- mánuði hafa fimmtíu nöfn þegar ver- ið sett á minningaröldumar.“ Vonum að geta leyst úr málum fyrir fleiri „En vandamál sem við stöndum frammi fyrir er það að til okkar hafa hringt ýmsir ættingjar og óskað eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.