Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 8

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 8
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ að verða þeim öldruðu hér til mikillar blessunar og létta þeim tilveruna. Og ekki má gleyma að á neðri hæð sund- laugarinnar erum við með stóran sal þar sem fólk getur verið með boccia, púttað, spilað golf, billiard og borð- tennis. Þar er líka pdukast og krikket. Þannig er á sama tíma hægt að vera í boccia, pútta og vera í pílukasti, borð- tennis og billiard, svo engum ætti að leiðast í stöðinni og hver sem burði hefur til á að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Sagði og einn gamall maður sem virti fyrir sér aðstöðuna þarna fyrir pílukastið: „Eiginlega hlýtur að vera viðeigandi að halda á ölglasi hér!“ En hvar er þá aðstaðan fyrir pöbb?!“ Innangengt frá Hrafnistu, Skjóli og Norðurbrún 1 „Og ekki vil ég láta undir höfuð leggjast að minna á að þessi glæsilega aðstaða er hugsuð sem upplyfting fyr- ir alla íbúa Hrafnistu í Reykjavík, á Skjóli og í Norðurbrún 1, enda er inn- angengt í sundlaugina frá þessum þremur heimilum svo veður munu ekki hamla að fólk geti komið þang- að. Sundlaugin og endurhæfingarað- staðan er enda byggð upp samkvæmt þeirri reynslu sem fengist hefur af sundlaug, endurhæfingarmiðstöð og leikfimisal á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sjúkraþjálfarar syðra og sjúkraþjálf- arar hér, frábært fólk og ríkt af reynslu, aðstoðaði með því að miðla okkur af þessari reynslu og þekkingu og í samræmi við þær ábendingar var byggt." „Horft til hafs“ „En nú erum við teknir að horfa til þess að 1998 verður Sjómannadag- urinn 60 ára og erum farir að hug- leiða hvað við ættum að gera þá. Við höfum hug á að leita aftur til erlendra aðila eins og við gerðum 1988 og reyna að fá hingað til lands á Sjó- mannadaginn erlend seglskip og ger- um okkur vonir um að sú málaleitan fái einhverjar undirtektir. Þá höfum við lengi harmað að þegar við litumst um á hafnarvæðinu í Reykjavík, þá er þar ekki að finna neina styttu sem sér- staklega er reist sjómönnum og sjó- mennsku til heiðurs. En þá gerist það fyrir um það bil tveimur árum að Olafur Egilsson sendiherra kom að máli við mig og sýndi mér styttu sem unnin hafði verið af Inga Þ. Gíslasyni á sínum tíma, en hann var bróðir Vil- hjálms Þ. Gíslasonar, Gylfa Þ. Gísla- sonar og þeirra bræðra. Myndin sýnir tvo sjómenn sem rýna undir lófa sér út í fjarskann og heitir myndin „Horft til hafs.“ Við ákváðum að láta gera myndarlega afsteypu af myndinni og afhjúpa hana á sjálfan afmælisdaginn 1998. En nú hafa atvikin hagað því svo að við ætlum að vera í fyrra fall- inu með þetta og afhjúpa myndina þegar á Sjómannadaginn í ár. Er stytt- an nú í afsteypu í Chalford í Englandi. En ég vil árétta að þótt styttan verði afhjúpuð nú þá rís hún eigi að síður í tilefni af sextíu ára afmælinu og raun- ar einnig í tilefni af 80 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, sem er í ár. Hafn- arstjóm hefur tekið vel í að ljá falleg- an stað undir styttuna sem er á Mið- bakkanum við Reykjavíkurhöfn, en fegurri stað getur varla hér í borg. Mun Hafnarstjórn meira að segja leggja til undirstöður undir þetta lista- verk og Eimskip hefur heitið ókeypis flutningi á því til landsins.“ Af framkvæmdum við Hrafnistuheimilin „Sem áður horfum við til framtíðar og sjáum að líða tekur að því að áfram verður að vinna að endurbótum á Hrafnistu hér í Reykjavík. Þótt miklar endurbætur hafi þegar farið fram þá þarf að endurnýja ýmsa innviði og einnig þarf að taka hér í gegn þök og hús að utan. Þá höfum við sótt til Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis- ins um heimild til byggingar, fram- kvæmda og reksturs á nýrri hjúkrun- arálmu við Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir 90 hjúkrunarsjúklinga og einnig um að byggja hér við Hrafnistu í Reykjavík hjúkrunarálmu fyrir 60 manns. Við höfum nú ekki fengið mjög jákvæðar undirtektir enn, en við vitum að það eru um 200 manns sem eru í mjög brýnni þörf fyrir að komast í hjúkrunarpláss hér í Reykjavík og annar eins fjöldi hefur mjög brýna þörf fyrir vistun á heimili sem hér. En við verðum því miður að bíða og sjá hvað setur í þessum efnum. Ef við nú víkjum að Hrafnistu í Hafnarfirði, þá eru þar miklar fram- kvæmdir sem þörf er á utanhúss vegna steypuskemmda sem komið hafa í ljós. Veldur þetta því að við eig- um ekki annan kost en þann að klæða húsið að utan á næstu tveimur árum. - En við Hrafnistu í Hafnarfirði eru miklir möguleikar fyrir hendi hvað þjónustuþáttinn varðar. Vonumst við til að geta aukið verulega byggingar sem henta því fólki sem ekki þarf á annarri þjónustu að halda en til dæm- is mat og möguleika á aðstoð ef með þarf. Yrðu slíkar byggingar með þjón- ustuhnappi sem tengdur verður við vaktstofu, ef eitthvað óvænt kemur upp á. Marga möguleika er annars verið að íliuga hvað Hrafnistu í Hafn- arfirði snertir. Ekki er tímabært að greina frá þeim öllum hér, en það mun væntanlega skýrast fyrir vorfund Sjó- mannadagsráðs.“ Nýjungar á döfínni hjá happdrætti DAS „Okkar helstu fjáröflunarleiðir hafa verið Happdrætti DAS sem stutt hefur mjög vel við bakið á okkur og lítum við á hvern þann sem þar kaup- ir miða sem stuðningsaðila. Segja má að happdrættið hafi gengið nokkuð vel og um þessar mundir er dregið fjórum sinnum í mánuði og vinnings- upphæðir hverju sinni miðaðar við fjórar milljónir. En nú byrjar nýtt happdrættisár í maí og ætlum við þá að ráðast í enn stærri hluti en til þessa. Er það von okkar að þær ráðstafanir verði til þess að örva enn söluna, afla meiri fjármuna og stuðla að skjótari framgangi þeirra málefna sem Sjó- mannadagsráð hefur helst unnið að. Önnur fjáröflunarleið okkar, Laug- arásbíó, hefur gengið vel og er sú starfsemi sem þar fer fram vaxandi, en segja má að þar sé búið að taka alla salina í gegn og að þar sé komið hljóðkerfi af fullkomnustu gerð, hið svonefnda THX-digital, og er ég sannfærður um að A-salurinn eða stóri salurinn með sínu stóra og mikla tjaldi er skemmtilegasti kvikmynda- salur landsins.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.