Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 12

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 12
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hrafnista í Hafiiaifirði. Vonir standa til að hægt verið semfyrst að byggja hjúkrunarálmu fyrir 90 manns við þetta glæsi- lega heimili, en öll stoðaðstaða er fyrir hendi. (Ljósm. Sjmdbl. AM) til þess að mæta slíkri stækkun, því stoðdeildir eru fyrir hendi. Sem Hafn- firðingur vona ég að sjá þann dag renna að Garðabær og Hafnarfjörður sjái sóma sinn í því að bygga hvor bær sína hæð og þá þriðju kynnum við að geta reist með okkar góðu sam- starfs- og stuðningsaðilunum. Þarna sé ég möguleika til lausnar öldrunar- málunum á Stór- Hafnarfjarðarsvæð- inu. En að allt þetta skuli hafa verið mögulegt ber að þakka velvilja fólks allt í kringum okkur og kem ég þá um leið enn að þætti okkar frábæra starfs- fólks. Það sem ef til vill brennur mest á okkur nú er að endurbyggja Hrafnistu í Reykjavík, því segja má sem svo að meðan herbergi á Hrafnistu í Reykja- vík eru um tíu fermetrar að stærð eru herbergi á Hrafnistu í Hafnarfirði tutt- ugu og fimm fermetrar. Vafalaust hafa herbergin í Reykjavík þótt stór á sinni tíð, eða fyrir 40 árum. Margt hefur verið rætt um þennan stærðarmun á herbergjum. Litlu herbergin eru hlý- leg og stundum hefur það hvarflað að mér að það hve smá þau eru, verði til þess að fólkið fer meira út að blanda geði við aðra, sem er ekki lítils virði. Herbergin verða þá fyrst og fremst svefnherbergi. En í Hafnarfirði, í meira rými, finnst mér eins og fólk dvelji meira inni á herbergjum sínum og noti sér því minna en skyldi félags- lífið þar, sem er mjög öflugt. Geta menn svo velt því fyrir sér hvort betra sé fyrir þann aldraða. En engu að síður verður ekki fram hjá því horft að nú vill fólk hafa meira í kringum sig — það vill hafa sinn ís- skáp, sjónvarp, myndbandstæki og fleira. Því leikur enginn vafi á því að fara verður að breyta Hrafnistu í Reykjavík á þann hátt að herbergin fyrir hvern einstakling séu stærri. Þetta þýddi að vísu fækkun á pláss- um, en áður höfum við verið beðnir að bíða með þetta. En það breytir ekki því að það hefur aldrei verið ætlun okkar að heimilin yrðu gamaldags og því mun koma að þessari framkvæmd fyrr eða síðar — vonandi fyrr, enda hefur mikil þróun til bóta átt sér stað í málefnum aldraðra í Reykjavík og víðar sem ætti senn að gera það kleift.” Met marga hluti á annan hátt en ella “Hvað minn þátt í þessu varðar þá hef ég áður látið þess getið hverja ánægju ég hef haft af að taka þátt í allri þessari uppbyggingu. Ég kom að þessu starfi af sjónum, en ég hafði afl- að mér menntunar í matreiðslu og hótelstjórn erlendis í þrjú ár og lengi verið bryti á skipum Eimskipafélags- ins. Ég tel það af því góða að ég skuli koma af sjónum eins og nær allir for- ystumenn Sjómannadagsins, en menntun mín erlendis hefur þó orðið til þess að ég met marga hluti á annan hátt en ella. Kannski er ég agaðari og stundvísari fyrir vikið og geri jafnvel sömu kröfur til umhverfisins. Það hefur komið mér vel í þessu starfi. Og sem betur fer hef ég haft hreint frá- bært samstarfsfólk og á þá ekki síst við hina daglegu stjórnendur, þá sem með fjármálin fara, matvælahliðina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.