Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 22

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 22
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Séra Arni Bergur Sigurbjörnsson blessaði hina nýju byggingu og þá sem þar eiga eftir að leita sér líkamlegrar og andlegrar hressingar. (Ljósm. Sjómdbl. Björn Pálsson) var vígt. Fyrir 30 árum var hafin smíði G- álmu, byggðar sérstakar hjónaíbúðir við Jökulgrunn fyrir 25 árum eða 1972. A því ári var Sjó- mannasamtökunum afhent lóð undir Hrafnistu í Hafnarfirði og sú bygging vígð fyrir 20 árum eða 1977 og fyrir 15 árum, 1982, hafin bygging vernd- aðra smáíbúða við Boðahlein. Með þessari glæsilegu byggingu, hverrar verklokum við fögnum í dag, eru húsakynni þau sem Sjómanna- dagssamtökin hafa byggt fyrir aldraða 26.500 fermetrar að gólffleti og um 80 þúsund rúmmetrar. Ekki eru þá meðtalin 56 raðhús við Naustahlein og Boðahlein í Hafnarfirði, 60 raðhús og íbúðir við Jökulgrunn og Klepps- veg 62. 1971 urðu miklar umræður í Sjó- mannadagsráði um byggingu sund- laugar hér við Hrafnistu og komu fram þrjár tillögu þar um. í fyrsta lag sundlaug og gufubað, í öðru lagi sundlaug og kapella og í þriðja lagi sundlaug úr plasti sem verða mundi ódýr og geta enst nokkuð lengi. Þess- ar tillögur náðu ekki fram að ganga, enda settist þáverandi gjaldkeri, Guð- mundur Oddsson, ofan á tékkheftið og tillögumar. En tímarnir breytast og mennirnir með. I Sjómannadagsráði hafði verið samþykkt tillaga frá stjórn um að leita leiða til þessarar byggingar. Teikning- ar voru unnar og kostnaðaráætlun og þetta lagt fyrir Byggingarnefnd aldr- aðra á vegum Reykjavíkurborgar. Nefndin fjallaði um málið á nokkrum fundum og eftir ýmsar lagfæringar og breytingar samþykkti nefndin teikn- ingarnar fyrir sitt leyti og féllst á að ekki væri óeðlilegt að samtökin leit- uðu til borgarinnar um frekari stuðn- ing við þetta verk. Þann 5. maí 1994 undirritaði þá- verandi borgarstjóri Arni Sigfússon fyrir hönd borgarsjóðs samning við Sjómannadagsráð um styrkveitingu til sundlaugarbyggingarinnar að upp- hæð 85 milljónir króna, en kostnaðar- áætlun þá var 141.8 milljónir króna og var þá miðað við 900 fermetra gólfflöt og 3.300 rúmmetra. Síðar tók stjórn Sjómannadagsráðs ákvörðun um að stækka aðstöðu sjúkraþjálfunar um 600 fermetra og 2000 rúmmetra. Við þetta hækkaði kostnaðaráætlunin í 206 milljónir. 15. júlí 1994 tók borg- arstjórinn í Reykjavík, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrstu skóflustung- una að þessari endurhæfingarmiðstöð og þá hófust jafnframt jarðvegsfram- kvæmdir. Skilst mér að það hafi verið eitt af fyrstu embættisverkum núver- andi borgarstjóra. Endurhæfingarstöðin er byggð þar sem hún tengist Hrafnistu, Skjóli og Norðurbrún 1. Áætlað er að íbúar allra þessara húsa ásamt íbúm annarra nærliggjandi húsa geti notið endur- hæfingaraðstöðunnar hér. Húsið er tvær hæðir, neðri hæðin niðurgrafin og þangað er aðgangur frá Hrafnistu og Skjóli. Einnig eru þar tæknirými, eimbað og fjölnotasalur sem ætlaður er fyrir Boccia, pútt og billiard og borðtennis, svo eitthvað sé nefnt. Málaðar hafa verið vallarlínur fyrir Boccia og golf og gerðar sex holur í gólfið fyrir púttið. Lyfta og tveir stigar tengja kjallara við efri hæð. Efri hæðin skiptist í tvær einingar, sundlaug og endurhæfingu, anddyri hússins skiptir þessum ein- ingum, en þar er einnig aðgangur frá Norðurbrún 1. Sundlaugareiningin samanstendur af búningsherbergjum, sturtuklefum, sundlaugarsal með 16.33x7 metra stórri sundlaug þar sem dýptin er 1.1- 1.6 metrar. I sundlaugarsalnum eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.