Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 24
24
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Sverrir G. Meyvants flutti fram þakkir fyrir hönd vistmanna. (Ljósm. Sjómdbl.
Björn Pálsson).
sem að komu voru: Happdrætti DAS,
I.T.F., sem er velferðarsjóður Alþjóða
flutningaverkamaimasambandsins og
ýmsir góðir gefendur. Á Hrafnistu
heimilunum, sem og almennt í þjón-
ustu við þá öldruðu hér á landi, er hug
starfsfólks til hinna öldruðu best lýst
með orðunum: „Lifðu í reisn til hinstu
stundar.“ Hér við innganginn hefur
verið komið fyrir áletruninni „Lát
engan líta smáum augum á aldur
þinn.“
Ég vil að lokum fyrir hönd Sjó-
mannadagsráðs þakka stuðning
Reykjavíkurborgar og þeim sem styð-
ja okkur með þáttöku í happdrætti
DAS, I.T.F, fjölmörgum einstakling-
um fyrir fjárhagslegan stuðning, öll-
um þeim fjölmörgu verktökum og
einstaklingum sem fagurt handbragð
unnu og að öllum þeim ólöstuðum
sérstakar þakkir til Halldórs Guð-
mundssonar arkitekts hússins, utan
sem innan.
Að lokum er það ósk mín sem
heimilismaður nokkur hér hafði að
orði: „Megi endurhæfingarstöðin
verða öldruðum uppspretta andlegrar
og líkamlegrar vellíðunar.““
Langþráður draumur
orðinn að veruleika
Að loknu ávarpi formanns Sjó-
mannadagsráðs tók til máls frú Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
Oskaði hún öllum sem málið varðar
til hamingju með þetta glæsilega
mannvirki og þá ekki síst öldruðum
Reykvíkingum sem hér hafa nú eign-
ast sérhæfðari umönnunaraðstöðu en
þeir fyrr hafa átt völ á í borginni, þótt
á ýmsu hefði að sönnu verið völ fyrir.
Bar hún lof á forystu Sjómannadags-
Að athöjh lokinni var boðið upp á súkkulaði með rjóma og veglegar krœsingar. (Ljósm. Sjómdbl. Björn Pálsson).