Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 47

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 47
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47 Tryggvi gamli er frægt skip sem víða kemur við sögu og ég vil nota þetta tækifæri til þess að hrósa honum, því hann var alveg listaskip. Hann var einn af gömlu Allianceskipunum. En ég hætti á honum um haustið og var enn á bátum um tíma. Nú var komið haustið 1952 og ég réði mig um borð í togarann Röðul sem Venusarfélagið átti. Vilhjálmur Árnason var skipstjórinn. Eg var þar aðeins háseti, því á þessum árum var svo mikið um menn með Stýrimanna- skólapróf að ekki nema hluti þeirra fékk stýrimanns- eða skipstjórastöður. Oft voru 10-12 hásetar á dekkinu með próf. Hjá Venusarfélaginu var gott að vera og værum við á leið í siglingu kom Loftur heitinn Bjarnason niður á bryggju hvenær sólarhringsins sem var og sagði við skrifstofumanninn sem hét Eggert: „Ef strákarna vantar peninga þá farðu með þá upp á skrif- stofu og láttu þá fá þá.“ Síðar átti ég eftir að vera á bátunum hjá Venusarfé- laginu.“ „Ekkert skinn var eftir í greipunum á okkur“ „Þá mun það hafa verið 1953 að ég fór sem annar stýrimaður með Gísla Jónassyni skipstjóra á Marsinum á saltfiskveiðar við Grænland. Það voru ekki skemmtilegar veiðar, því þótt við fengjum fullt dekk eftir eitt hal, þá var fiskurinn smár og við hirturn bara það stærsta og létum hitt renna út. En það sem var verst við þessar veiðar var öll átan í fiskinum. Hún ætlaði alveg að drepa okkur. Segja má að ekkert skinn hafa verið eftir í greipunum á okkur. Þetta var því hundalíf, en á þessu var ég bara eitt sumar. Þessir túrar tóku gjarna tvo mánuði og siglt var með aflann til Esbjerg. Oft nægði ekki salt- ið um borð og þá var brugðið á það ráð að „kæfa“ fiskinn. Þá var flöttum fiskinum staflað tveimur og tveimur eins og samlokum í ísklefann og sett- ur snjór eða klaki í milli fiskanna. Þegar við svo komum við í Reykjavík á útleið og fengum meira salt var þessi „kæfði“ fiskur saltaður á leið- inni út. Þetta olli því að öll áhöfnin sigldi enda næg verkefni á útleið- inni.“ Með heimsmannssvip á ferðalagi er- lendis. Á bátum Venusarfélagsins „Um 1960 stundaði ég útgerð, keypti bátinn Vonina frá Vestmanna- eyjum ásamt Guðmundi Vigfússyni og sú útgerð gekk vel. Sjálfur var ég skipstjóri á bátnum en Guðmundur sá um málin í landi. En um 1964 fór ég að starfa hjá Venusarfélaginu. Þar var ég í tjórar eða fimm vertíðir með báta. Venusar- félagið áttu þeir sem kunnugt er Loft- ur Bjarnason og Vilhjálmur Árnason. Tildrög stofnunar þess voru þau að Loftur og fleiri keyptu togarann Ven- us af Þórarni Olgeirssyni (sem mun hafa verið meðeigandi í fyrstu) og síðar kom Vilhjálmur inn í þetta með honum. Vilhjálmur var að sjálfsögðu skipstjóri á Venusi allan tímann, nema í byrjun. Þeir leigðu nokkra báta sem þeir fengu menn til þess að vera með fyrir sig og tók ég þrjá þeirra fyrir þá. Fyrst var ég með Fram eina vertíð, þá Æskuna sem var 80 lestir í tvær ver- tíðir, og loks eina vertíð með Auðun, en hann var um 220 lestir. Þá tók ég við Faxa sem var í eigu þeirra Einarsbræðra og var með hann í þrjár vertíðir. Er mér minnisstætt að á Faxa hafði ég góðar tekjur — fjögur hundruð þúsund yfir vertíðina. Á þessum bátum var ég alltaf á netum, en á trolli á sumrum á þeim Auðuni og Faxa. Á trollinu var siglt með afl- ann. Vertíðirnar á Faxa 1971-74 urðu mínar síðustu á sjónum, en eftir það hætti ég sjómennsku. Þarna var ég líka orðinn sextugur og var búinn að vera 47 ár á sjónum. Krakkarnir voru öll flutt úr hreiðrinu og konan vildi ekki vera ein heima. Ég réði mig þá til Álfélagsins sem var þægilegt fyrir mann búandi í Hafnar- firði — og þeir hjá Álfélaginu voru svo góðir við mig að ég fékk að vera hjá þeim til 1985, eða til 71 ára ald- urs. Hjá Álfélaginu var gott að vera, en samt vil ég segja að lokum að besta félag sem ég hef unnið hjá var Venus- arfélagið. Þar stóð allt eins og stafur á bók. En væri ég ungur maður í dag leggði ég sjóinn fyrir mig að nýju ég mundi ekkert annað vilja gera. Svona sterk ítök á hann í manni. Ég var líka heppinn — aldrei tók mann út af skipi sem ég var á né urðu þar alvarleg slys.“ „Ég kvæntist árið 1936 og sama ár fluttum við hjónin hingað til Hafnar- fjarðar og er ég því búinn að eiga heima hér í 60 ár . Konan mín hét Laufey Sigríður Kristjánsdóttir og er úr Vestmannaeyjum, systir þess þjóð- kunna tónsnillings Oddgeirs Krist- jánssonar. Við eignuðumst fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi, þrír piltar og ein dóttir. Pálmi sonur minn er efnaverkfræðingur, Kristján tækni- fræðingur og Þorbjörn er tæknir og framkvæmdastjóri. Ingibjörg dóttir mín, sem er lærð í tungumálum, býr við Gardavatnið á Italíu. Nú á ég ellefu afabörn sem oft líta til mín og fimm barnabarnabörn. Konu mína missti ég fyrir tveimur og hálfu ári og bý nú einn með sjálfum mér hér að Naustahlein 17. Ég nýt hverskyns þjónustu frá Hrafnistu í Hafnarfirði og hér er gott að vera. Ég hef nóg fyrir stafni og á sumrum kem- ur fyrir að ég heimsæki Stöðvarfjörð, til dæmis í hitteðfyrra og fleiri staði eins og Berufjarðarströndina en það- an var afi minn, og ég á þarna frænd- fólk úti um allt. Ég get því sagt að ég uni mínum hag hið besta.” Hér með þökkum við þessum aldna heiðurmanni spjallið og óskum hon- um og öllu hans fólki gæfu og gengis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.