Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 51
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51 en fimmtán ára var ég part úr vetri á vertíð á trillu frá Litla Bæ. Þegar þá um vorið eignaðist ég minn fyrsta bát. Ég hafði haft hundrað og fimmtíu krónur upp úr mér á þessari vertíð og á Ströndinni var skekta sem einmitt var föl fyrir þetta verð. Hana keypti ég nú, enda báturinn heima orðinn ónýtur og einhvern farkost þurftum við. Á þessari skektu gat ég fiskað það sem til heimilisins þurfti. Um sumarið fór ég svo á reknet með föð- ur mínum á stórum báti, Ingólfi, sem Loftur Loftsson átti. Báturinn var úr Sandgerði en við rerum frá Reykja- vík. Þetta sumar er ekki gott í minn- ingunni því ég var sjóveikur allan tímann. En við fiskuðum vel og mik- ið og það sem hélt lífinu í mér var að við komum daglega að um hádegis- bilið og borðuðum hjá konu sem seldi mat uppi á Vesturgötu 10. Ella hefði sjóveikin gert út af við mig. Sjóveikinni læknaðist ég loks af þegar ég fékk pláss á togaranum Otri árið eftir, þá 16 ára. Ég fór aldrei í matsalinn fyrstu dagana vegna sjó- veikinnar, en lá uppi á keis og leið hörmulega. En þá var þama um borð Sigurður Pétursson, faðir Péturs Sig- urðssonar síðar alþingismanns. Hann hafði verið heima hjá pabba og hélt mikið upp á okkur strákana. En þama um borð í Otri gerir hann sér lítið fyr- ir og nær í stóra kaffikönnu fulla af mjólkurgraut. Kom hann með þetta til mín upp á keisinn og sagði mér að drekka þetta og það gerði ég, en það kom allt upp aftur. Pétur fór þá og sótti aðra könnu fulla og fór það á sömu leið — hann mátti forða sér undan gusunni sem upp úr mér stóð. I þriðja sinn röltir hann niður í matsal og sækir þriðju könnuna og viti menn: henni hélt ég niðri. Og eftir þetta var ég læknaður af sjóveikinni. Sigurður var frábær maður og kunni ráð við flestu, eins og þessi saga sýnir meðal annars. Ég kunni auðvitað ekki mikið til verka í fyrstunni eftir að ég réði mig á Otur, en þetta slampaðist og vertíð- arnar voru yfirleitt stuttar. Við veidd- um í saltfisk og plássinu héldu margir ekki lengur en meðan á því stóð. Á milli var ég heima á Litlu Vatnsleysu við búskapinn.“ „Farðu beint í Stýrimannskólann“ „En næsta vertíð mín var á Agli Skallagríms- syni með Snæbirni Stef- ánssyni. Þá var ég enn 16 ára. Egill fór á síld um sumarið og fékk ég pláss þar. En vertíðina þar á eft- ir fer ég á Gulltopp, sem þótti toppskip og var á sfld á honum um sumarið. Það var 1938 og ég orð- inn 18 ára. En þegar ég var að hefja vertíð á sama skipi um veturinn fékk ég alvarlegt handarmein. Var ekki um annað að ræða en koma mér í land. Var ég settur um borð í Ægi úti á Selvogsbanka. Ægir fór með mig til Reykjavfkur þar sem ég fór til læknis og hafði þá grafið svo í hendinni að taka varð gröftinn út um handabak- ið þótt grafið hefði í lóf- anum á mér. Átti ég í þessum veikindum alveg fram til vors. Halldór bróðir minn fór um borð í Gulltopp í minn stað og var hann á skipinu til dauðadags 1942,en hann varð ekki nema tvítugur, eins og ég sagði áður. En um sumarið 1939 fékk ég pláss á Verði og vorum við að karfaveið- um fyrir vestan, en um haustið fór ég suður á togaranum Júní með Halldóri Guðmundssyni skipstjóra. Halldór var góðvinur föður míns og á leiðinni tók hann að spyr- ja mig um framtíðaráform mín. Sagði ég honum að ég hyggðist ætla að búa mig undir Stýrimanna- skólann eftir föngum. „Það er tómt rugl í þér,“ sagði Halldór. „Farðu beint í Stýrimannaskól- ann, því þar færðu ókeyp- is kennslu og ef þú ekki Surprise GK 4. Arin á Surprise telur Þorsteinn besta tíma skipstjórnarferils síns. Svalbakur EA 2 Kaldbakur EA 1 Skutull RE-142. „Skipið tókst á loft við sprenging- una “ segir Þorsteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.