Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 54

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 54
54 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ina, svo sjórinn stóð óbrotinn inn um brúargluggann. Lagðist skipið svo djúpt að lífbáturinn bakborðsmegin flaut upp um leið og brotnaði ofan af davíðunni og báturinn flaut út á sjó. En rokið var svo mikið og stórsjórinn að ekki var viðlit að reyna að ná hon- um. Við urðum því að láta hann eiga sig, stefndum á Grænuhlíðina og komumst þangað við illan leik og lögðumst þar í var. En allt skapaðist þetta af því að ferðin á skipinu var of mikil. En að vísu verður að segjast að þessi skip voru ekki mikil sjóskip, en það átti maður að vita. Hins vegar voru þýskbyggðu skipin, eins og til dæmis Narfi, afburða sjóskip. Til dæmis átti Gerpir, sem var þýsk- byggður, létt með að lensa í Ný- fundnalandsveðrinu, þótt aðrir gætu það ekki. í annað skipti vildi svo til að ég var með Neptúnus um tíma eftir að Bjarni hætti. Við vorum á leið til Grimsby og hrepptum mjög slæmt veður í Norðursjónum. En þá hafði ég vit á að lensa bara á hægri ferð og allt gekk að óskum inn til Grimsby.“ Dreymdi konuna mína fyrir fiskiríi „Sannleikurinn er líka sá að sem skipstjórar eru menn alla tíð að læra — og þá ekki síst að þekkja fiskinn og fiskimiðin. Þannig gerðist það líka á Svalbak að við vorum að fiska sunn- an við Reykjanes í Selvogsforinni að við fáum stórt hal af þorski. Við fór- um að hífa fiskinn inn og erum búnir að taka fjóra poka þegar svo bregður við að þegar taka á fimmta pokann að allt steinsekkur og allt húrrar út. Ég fer niður á dekk og japla upp á stert- inum en allur mannskapurinn leggst á eitt að draga belginn. Loks náðum við að lása gilsinum í stertinn og ná þan- nig pokanum upp. Þá kom í ljós það athugunarleysi að hafa ekki látið sér detta í hug að lása gilsinum strax í stertinn, svo menn hefðu eitthvað til þess að hífa upp á. Því fiskurinn sem þarna var á ferðinni var svo mikið þyngri í sér en fiskurinn sem við áður höfðum verið að fá. Hann sökk eins og steinn vegna þess hve lítið loft var orðið í honum. Þetta hafði maður ekki hugleitt áður. Já, skipstjóri þarf alltaf að vera að læra. En það er misjafnt hvernig menn eru lagaðir til þess að vera skipstjórar. Sumir njóta þess hve þeir hafa góða eftirtektargáfu og aðrir eru heppnir — og um suma aflamenn mátti segja að þeim var óhætt að treysta á heppni sína. Einn þeirra var Vilhjálmur Árna- son sem ég var með eina tvo túra eða svo á Venusi. Um hann urðu til marg- ar sögur sem allar sönnuðu hve af- bragðs heppinn hann var. Hann var að vísu athugull líka, en heppnin var ein- stök. Um hann var sagt að hann hefði haft draumkonu sem oft leiðbeindi honum á fiskimiðin. Hvað mig snerti þá dreymdi mig oft fyrir fiskiríi — en mér var ekki bent á hvert fiskinn skyldi sækja. Þessir draumar voru á ýmsa vegu og til dæmis brást ekki að fiskirí var í vændum ef mig dreymdi konuna mína.“ Hringurinn lokast „En nú tók að hægjast um hjá mér í sjómennskunni. Ég vann í landi um tíma, en fór svo sem annar stýrimaður í afleysingum um borð í rannsókna- skipið Bjarna Sæmundsson, en þá hafði Sæmundur bróðir minn verið skipstjóri þar alllengi. Þetta var árið 1972. Ég var annar stýrimaður þarna allt haustið og fékk tilboð um fasta stöðu sem slíkur um áramótin — en gerði þá mestu vitleysu. Ég réði mig á nýjan eða nýuppgerðan bát, Jón Finnsson, og lá leiðin á loðnuveiðar. Loðnuvertíðin hjá okkur á Jóni Finns- syni var að vísu ágæt, en fyrir mann kominn á minn aldur hefði staðan á Bjarna Sæmundssyni verið miklu vænlegri kostur. Á Bjarna Sæmunds- syni losnaði raunar fyrsta-stýrimanns- plássið nokkru seinna og hefði ég mátt eiga víst, sem eðlilegan fram- gang mála, að ég hefði fengið það — en ekki þýðir að sýta það sem orðið er. Næstu árin var ég með ýmsa báta, eða til 1975 þegar ég fór um borð í Runólf sem afleysingamaður stýri- manns meðan skipstjóri var í fríi, og var það fyrsti skuttogarinn sem ég var á. Næstu árin var ég með ýmsa báta en fór 1979 aftur um borð í Bjama Sæmundsson og nú sem háseti. Mátti segja að þá væri hringnum lokað — ég var orðinn háseti aftur eins og þeg- ar ég byrjaði. Á Bjama var ég allt til þess er ég veiktist árið 1987 og þar með lauk sjómannsferli mínum, enda var ég orðinn 67 ára gamall.“ 50 ár á sjónum „Ekki hef ég lagt saman hve mörg ár ég var skipstjóri, en á sjónum hef ég verið í yfir fimmtíu ár. Ekki held ég að ég kysi mér sjómennskuna að ævistarfi núna — og oft hef ég sagt að ég hafi verið fimmtíu árum of lengi til sjós. Því þótt það kunni að hljóma undarlega, þá langaði mig alltaf til þess að verða trésmiður. En í mínu ungdæmi var þess bara enginn kostur að komast í slíkt nám. En ég tel mig hafa verið heppinn sem skipstjóra og á löngum ferli kom það aðeins einu sinni fyrir að við misstum mann — hann einfaldlega týndist af skipinu og enginn vissi hvað um hann varð. Þá var ég með togarann Bjarna Olafsson. Þá get ég ekki talið að það hafi slasast hjá mér maður. Og yfirleitt var ég mjög lánsamur með mannskap og hugsa með hlýju til þeirra langflestra. Konan mín er Oddrún Sigurgeirs- dóttir og giftum við okkur 1949, þeg- ar ég var orðinn skipstjóri á Svalbak. Við giftum okkur þegar skipið stopp- aði eitt sinn í þrjá daga á Akureyri, og þar sem svo vel vildi til að við vorum á leið í siglingu kom hún með mér í túrinn. Segja má að það hafi orðið brúðkaupsferðin okkar — og í brúð- kaupsgjöf fengum við prýðilega sölu í Þýskalandi. Faðir hennar var löngum bátsmaður á togurum, Sigurgeir Hall- dórsson. Hann og móðir hennar voru bæði Árnesingar, ættuð úr Flóanum. Við eigum fimm börn, en ekkert af þeim hefur lagt fyrir sig sjóinn. Þó voru strákarnir okkar talsvert með mér á sjó og elsti sonur okkar víðar á sjó. Hann var meira að segja um skeið orðinn bátsmaður á togara. En þá lét hann staðar numið, tók stúdentspróf og sneri sér að skrifstofustörfum.” Hér látum við þessu langa og fróð- lega viðtali við Þorstein Auðunsson lokið, en það fór fram á hinu fallega heimili þeirra Oddrúnar að Mávahlíð 42. Sjómannadagsblaðið óskar þeim alls velfarnaðar og þakkar ánægjuleg kynni. AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.