Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 56

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 56
56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 8. desember 1996 Það slys varð um borð í ms. Silke- borg um miðnætti sunnnudaginn 8. desember að 45 ára maður, Einar Ingi Friðriksson, lést í vinnuslysi er skipið var statt í Livorno á Italíu. Silkeborg hét áður Laxfoss, en var nú í leigu hjá danskri útgerð og hafði verið í sigl- ingum milli Ameríku og Suður-Evr- ópu. Slysið varð með þeim hætti að ver- ið var að opna aksturshlera á skut skipsins þegar slaki kom á vír. Talið er að vírinn hafi slegist í Einar heitinn með þeim afleiðingum að hann lést samstundis. Einar Ingi var fráskilinn og lætur hann eftir sig þrjú börn. 11. desember 1996 Skipverji á Þorsteini EA-810 frá Akureyri, Unnar Arnórsson, fórst eft- ir að hann féll útbyrðis af skipinu um kl. 7.30 miðvikudaginn 11. desember. Þorsteinn EA var að veiðum um 65 mílur austsuðaustur af Reyðarfirði þegar slysið varð. Um 7-8 vindstig voru á þessum slóðum um þetta leyti. Landhelgisgæslunni var gert viðvart um kl. 7.30 og var áhöfn þyrlu henn- ar kölluð út. Um það bil sem þyrlan var tilbúin barst tilkynning um að maðurinn hefði fundist og örskömmu síðar að hann væri látinn. Skipið sigldi með hinn látna til Eskifjarðar þar sem rannsókn fór fram á tildrögum slyssins. Unnar heitinn var 37 ára að aldri, til heimilis að Bakkasíðu 3 á Akureyri. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. 5. mars 1996 Það slys var þann 5. mars 1997 að bátsmann á varðskipinu Ægi, Elías Örn Kristjánsson, tók út þegar verið var að freista að koma taug yfir í þýska gámaflutningaskipið Vikartind sem strandað var við Þjórsárósa. Hafði aðalvél skipsins bilað og akker- isfestar þess slitnað. Varðskipið hafði tvívegis reynt að koma vírum yfir í Vikartind og var það í síðari tilraun- inni að brot reið yfir varðskipið með þeim afleiðingum að Elías heitinn fór útbyrðis. Öðrum skipverjum, 19 tals- ins, var bjargað um borð í þyrlu Land- helgisgæslunnar TF-LIF, og gekk það giftusamlega og má kallast sannarlegt björgunarafrek. Mikill fjöldi björgun- armanna gekk sanda í leit að Elíasi og þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði úr lofti en án árangurs. Elías Örn Kristjánsson var 30 ára að aldri til heimilis að Vindási 3 í Reykjavík. Hann og sambýliskona hans áttu tvö böm, tæplega tveggja ára stúlku og þriggja ára dreng. 9. mars 1997 Tveir menn fórust sunnudagsmorg- uninn 9. mars, þegar flutningaskipið Dísarfell fórst 100 sjómflur suðaustur af Hornafiði. Leki er talinn hafa kom- ið að skipinu sem lagðist senn á hlið- ina og skolaði hinum 12 áhafnar- mönnum í sjóinn, en vonlaust var fyr- ir þá að komast í björgunarbáta. Vonskuveður var á og ölduhæð mikil og voru mennirnir tvo tíma í sjónum áður en þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að sem bjargaði tíu af mönnunum lifandi. Munaði miklu að mennimir kræktu saman handleggjunum og héldu þannig hópinn. Einn hafði orð- ið viðskila við hópinn og var honum bjargað fyrst. Gekk vel að hífa menn- ina upp úr sjónum og var hér um ein- stakt björgunarafrek þyrlumanna að ræða, hið annað á aðeins fimm dög- um. Lík beggja hinna látnu náðust, annað um borð í þyrluna en hitt um borð í nærstatt skip, Hegranes. Skipverjarnir tveir sem fórust hétu Páll Andrésson 38 ára og Óskar Guð- jónsson 59 ára. Páll Andrésson var 1. stýrimaður á Dísafelli, fæddur 22. desember 1958 og lætur eftir sig eiginkomu og tvö börn. Óskar Guðjónsson var matsveinn á Dísarfellinu. Hann var fæddur 1. október 1937 og lætur eftir sig eigin- konu og tvö uppkomin börn. Þess skal getið hér að þann 7. ágúst 1996 féll ungur Svíi, Leif Johan Carl- son, útbyrðis af Gylli Is-261 suðvest- ur af Heimaey. Þar sem Leif Johan var af erlendu þjóðerni skráist hann ekki meðal þeirra sjómanna sem farist hafa hér við land frá því er síðasta Sjó- mannadagsblað kom út. Skoðun og viðgerðir GÚMMÍBÁTA allt árið Önnumst einnig viðgerðir á flot- og BJÖRGUNARBÚNINGUM. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjarslóð 9 • Örfirisey Sími: 551 4010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.