Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 60
60
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
verið einstakt og er varla um aðra
skipstjórnendur á stærri skipum að
ræða lengst af öldinni en menn sem
höfðu skipstjórn á erlendum (einkum
hollenskum) skipum með höndum.“
Páll í Selárdal og dugga hans
„Við höfum þó hlaupið fram hjá
manni sem skylt er að geta í þessu
brotakennda ágripi okkar. Hann er
Páll Björnsson prófastur í Selárdal,
(1621-1706). Séra Páll var þrjú ár við
Kaupmannahafnarháskóla og kom
heim til íslands 1644. Þá var stýri-
mannaskóli ekki í Kaupmannahöfn
(hafði lagst niður um tíma). En ein-
hverja fræðslu hefur séra Páll þó
fengið þar í sjómannafræði, því hann
er sagður hafa verið vel að sér í henni
og í stærðfræði og hann lét reikna út
hnattstöðu Bjargtanga.
Hann útvegaði sér eða lét smíða
smáskútu, líka þeim sem Hollending-
ar notuðu hér við veiðar á sumrin, og
var stundum sjálfur formaður á henni.
Var hann ekki smeykur við að sækja
út á hafið og hlóð þá skip sitt á 3-4
dögum af alls konar fiski — þó aðrir
veiddu lítið sem ekkert á opnum bát-
um nálægt landi. Séra Páll gerðist svo
djarfur að hafa verslunarviðskipti við
ensk skip og brjóta þannig einokunar-
hlekkina. Fór þetta auðvitað leynt, en
við sjálft lá að honum yrði samt hált á
því. Þess er getið að hann hafi fundið
upp betra bátalag en þá tíðkaðist.
Ekki mun séra Páll hafa stundað sjó
sjálfur nema meðan hann var á létt-
asta skeiði.“
Friðriksvonin og Friðriksóskin
„A 18. öld má geta um duggur tvær
Friðriksvon og Friðriksósk sem Frið-
rik konungur 5. leyfði að kaupa til
landsins, en skipstjórar á þeim munu
hafa verið danskir. Önnur var 32 lest-
ir, en hin 34 lestir. Þær komu hingað
1752. Utgerð þeirra bar sig mjög illa
(tekjur 1752-59 rúmlega 22.755 ríkis-
dalir en útgjöld rúmlega 41.007 ríkis-
dalir). Fentu þær síðast í klóm Al-
menna verslunarfélagsins — og þá
var úti um þær. Önnur var höggvin
upp 1766.
Hér að lokum getum við svo til
fróðleiks um íslendinginn Halldór
Sigurðsson sem var „stýrimaður til
Vestindía“ og hefur andast í Kaup-
mannahöfn eftir 1760. Þá má loks
nefna Jón Vídalín, bróður Geirs bisk-
ups, sem sagður er hafa verið stýri-
maður á póstduggunni 1792. Jón var
sundmaður góður. Hann var settur
sýslumaður í Arnessýslu 1813. Á sinn
hátt hefur hann borið í brjósti sömu
hugsjón og forvígimenn Sjómanna-
dagsins á okkar tíð, því hann gekkst
fyrir fjársöfnun „til uppgefinna sjó-
manna.“ Er ekki gott að segja nema
hann hefði lagt sitt lóð á vogarskálina
í anda sjómannasamtakanna hefði
hann verið uppi hálfri annarri öld síð-
ar.“
Sendum öllum sjómönnum árnaðaróskir
á hátíðisdegi jeirra
Þórsnes h.f.
útgerð og fiskvinnsla
Reitavegi 14-16, Stykkishólmi
Sími: 438 1378 - 438 1473
Sendum öllum sjómönnum árnaÓaróskir
á hátíMsdeý j>eirra
Niðursuðuverksmiðjan Ora hf.
Vesturvör 12, Kópavogi