Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 62

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 62
62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Menn héldu að nýju skipin þyrftu aldrei að leita varsu Þorlákur Sigurðsson sjómaður í Hafnarfirði segir frá Þorlákur Sigurðsson: „Með tímanum var eins og maður gæti ekki slitið sigfrá sjónum. “ (Ljósm. Sjómdbl. AM) orlákur Sigurðsson er fædd- ur í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 1923. Foreldrar hans voru þau Sigurður Þorláksson húsasmiður, fæddur Hafnfirðingur, og Ólöf Kósmundsdóttir, komin af Snæf jallaströnd og alin upp í Æðey. Sigurður fór tíu ára gamall vestur á firði og dvaldi þar á Skjaldfönn í áratug, og þar kynntust þau Ólöf. Þau eignuðust átta börn, fimm syni og þrjár dætur. Fjórir bræðranna urðu kunnir sjómenn í Hafnarfirði. Einn þeirra, Gústaf, sá elsti, er löngu látinn en hinir eru Júlíus Sig- urðsson skipstjóri, Rósmundur Sig- urðsson háseti og svo Þorlákur há- seti. Ætlunin var að spjalla við þá bræður alla hér, en þar sem Júlíusi þótti nóg komið af blaðaviðtölum við sig gaf hann ekki kost á viðtali að sinni. Þvi látum við Þorlák mæla fyrir þá alla hér. Þorlákur býr að Þúfubarði 12 í Hafnarfirði ásamt konu sinni. „Já, á æskuárum mínum var bæði umhverfi og mannlíf með öðrum brag í Firðinum. Faðir okkar bjó fyrst hér á Austurgötunni og bjó þar þegar ég fæddist, en þegar ég var um fimm ára aldur byggði hann hús í vesturhluta bæjarins, sem þá var eitt að vestustu húsunum í Hafnarfirði og við þá framkvæmd var allt byggingarefni flutt á hestvagni sem segir sína sögu.“ Sunnlensk verstöð flutt á Siglufjörð „I uppvexti mínum voru atvinnu- leysisár og menn þóttust heppnir að komast í svo að segja hvað sem var. Því þóttist ég hólpinn þegar ég komst á mína fyrstu vertíð, en það var á báti sem Einar hét vestur í Grindavík árið 1940, og hafði Júlíus bróðir minn ver- ið á honum árið áður. Við veiddum á línu en fórum svo á net. Þetta var níu tonna aldekkaður bátur, en sárafáir bátar voru aldekkaðir í Grindavík þá. Aflinn var sæmilegur eftir því sem gerðist og allt verkuðum við í salt. Báturinn var í eigu þeirra Þorsteins frá Tóttum og bræðra hans og voru það kannski kynni föður míns við þá að við bræður fengum plássið. A Einari var ég aðeins eina vertíð. A þessum tíma var vinnan hjá Bretan- um ekki komin til sögunnar og ég veit ekki nema að það hafi verið einskon- ar atvinnubótavinna að tíu bátar af Suðurlandi voru fluttir norður á Siglu- fjörð og farið að róa á þeim þaðan. Tveir til þrír menn voru á hverjum báti. Margir menn fylgdu bátunum sem reru frá lítilli bryggju þarna inn- an við kaupstaðinn og var félag myndað um þetta sem Allec hét. Ofan við bryggjuna stóð hús og þar héldum við sjómennimir til. Þetta var svona hálfgildings verbúð og var notuð til þess að geyma í síldarnæturnar á vetr- um. Þarna var ég í eitt sumar á færum og línu. Bæði var fiskað á Héðinsfirð- inum og svo út af Siglunesinu og víð- ar. Um veturinn vann ég í landi í Engidal sem er hér milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur við grjótnám og var grjótið mulið til vegagerðar.“ Með á annað hundrað tonn á 85 lesta báti yfír hafíð! „Um vorið réði ég mig á um það bil 22 tonna línubát, Auðbjörgu, sem var gerður út frá Hafnarfirði. Eg var þó aðeins í afleysingum. Þá tók við vinna við hafnargerð meðan verið var að byggja Norðurgarðinn í Hafnarfjarð- arhöfn og við það mun ég hafa verið í tvö ár. Þá lá leiðin á línuveiðara sem Síldin hét og var 85 lesta tréskip. Skipstjórinn hét Cristens Sigurðsson. I þennan bát keyptum við fisk og sigldum með hann til Fleetwood en tókum kol til baka. Þá var langt liðið á stríð og hefur þetta verið síðla árs 1944 og í byrjun árs 1945. Þetta urðu heldur ekki nema þrír túrar og við urðum ekki varir við neitt af hörm- ungum stríðsins né urðum við fyrir nokkru áreiti. Kolin sem við fluttum heim voru fyrst flutt til Eyja, vanalega vegna þess að við vorum óheppnir með veður á heimleið og þurftum að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.