Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 63
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63 fá dyttað að bátnum. Þaðan lá svo leiðin til Hornafjarðar. Þar var kolafarminum landað. Þá var enn engin bryggja á Hornafirði svo við lágum úti á og kolin voru ferjuð á prömmum í land. Oft var ótíð og eitt sinn þurftum að bíða í eina tíu daga þar til við höfðum fengið fisk í næstu siglingu. í það skiptið er mér það minnisstætt að einnig lúkarinn var fylltur af fiski. Því urðum við að hafast við aftur í káetu á útleiðinni og kom sér að áhöfn var ekki fjölmenn, fjórir hásetar og svo stýrimaður og skipstjóri, minnir mig. Þó urðum við að skiptast á um kojur eftir vöktum. En merkilegt er að í þetta 85 tonna skip komum við á ann- að hundrað tonnum af fiski, þótt með þessu móti væri! A heimleið tókum við saltfaram. Um sumarið 1945 fór ég á sfld með Cristens á Sfldinni og sumarið 1946 var ég með honum á Steinunni frá Keflavík, en Cristens var einn eigenda að þeim báti.“ Upphaf togaramennsku minnar „En upp úr þessu hefst togara- mennska mín, því 1947 kom Júlí nýr til landsins, og þar fékk ég pláss sem háseti. Hann var annar nýsköpunar- togarinn sem kom hingað til Hafnar- fjarðar því Bjarni riddari var kominn nokkru áður. Síðar komu svo þeir Surprise, Röðull og fleiri. Skipstjóri var Benedikt Ögmundsson og áhöfnin um 30 menn. Mikil var breytingin á Júlí frá eldri skipunum, því þama var aðstaða svo allt önnur en verið hafði og þá ekki síst aðbúnaður mannanna. Menn trúðu því líka í fyrstu að á þess- um skipum þyrfti aldrei að taka troll- ið inn vegna veðurs, þau væru svo stór og fullkomin, en menn áttu nú eftir að komast að öðru. Menn sóttu stíft og mest var fiskað á Halanum. Þá þekktist heldur ekki að menn tækju sér frí túr og túr eins og núna — nema það væri eitthvað sérstakt að og það var lítið um mannaskipti. Margir skipstjórar reyndu að halda sjó í ill- viðrum og fiska meðan aðrir fóru inn. En um síðir urðu menn þó að leita vars og þá höfðu þeir vinninginn sem fyrr höfðu leitað vars, því þeir fengu tíma til að gera allt klárt meðan á ill- „Uin tíma vorum við fjórir brceðurnir á skipinu. “ (Ljósm. Sjómdbl.AM) viðrinu stóð og gátu lagt út þegar lægði. Ég var með Benedikt á Júlí í þrjú ár að þessu sinni, en átti svo eftir að fara um borð í hann síðar, þegar Þórður Pétursson var orðinn skip- stjóri.“ Samtímis á línu og netum! „En ég hætti sem sagt á Júlí 1950 og þá fór ég á vertíð á Arsæl Sigurðs- son, 35 tonna bát sem gerður var út frá Grindavík. Eigandi og skipstjóri var maður héðan úr Hafnarfirði, Sæ- mundur Sigurðsson, mikill aflamaður. Með honum var ég á vertíð, síld og reknetum. En eftir að ég hætti á Ár- sæli, mig minnir 1952, ræð ég mig um borð í togarann Röðul og þar er ég á annað ár. Skipstjórinn var framan af Sigurjón Einarsson og vorum við um sumarið á karfaveiðum, en skömmu síðar tók við skipinu Þorsteinn Eyj- ólfsson í Hákoti sem kallaður var og við fórum til Grænlands á salt og sigldum með aflann til Esbjerg. Þess- ar ferðir gátu tekið mánuð og allt upp í tvo mánuði. En þegar Þorsteinn hætti með skipið lá leið mín á Júlí aft- ur. Enn lá leiðin á salt við Grænland og sá var kostur við þessa breytingu að áður en við sigldum til Esbjerg var komið við heima og fjarveran ekki eins löng og þegar siglt var beint til Esbjerg. í þetta skipti var ég á Júlí í á annað ár, en fer þá af honum urn borð í togarann Ágúst undir stjóm Árna Sig- urðssonar og var á honum nokkurn tíma. Ég hafði áður verið með Árna þegar hann var stýrimaður á Júlí. En veiðarnar gengu treglega svo ég hætti og fór á Ársæl Sigurðsson að nýju. Þá hafði Sæmundur keypt sér stærri bát, svo þessi nýi Ársæll var 60-70 tonn. Með honum var ég á vertíð og er það í eina skiptið sem ég hef lent í því að vera bæði á netum og línu samtímis! Róið var frá Reykjavík. Við byrjuðum í útilegu á línunni skömmu eftir áramótin en um vorið var farið vestur að Jökli. Á leiðinni var komið við í Hafnarfirði að taka netin, en þá sjáum við að bíll kemur kjaftfullur af línu- bölum. Við urðum hvumsa við þegar við fréttum að ætlunin væri að við yrðum með bæði þessi veiðarfæri samtímis. Við komum okkur saman um að við yrðum að ræða þetta við Sæmund og þegar við heyrðum að einhver alvara væri í þessu sögðum við að ekki væri hægt að bjóða upp á slíkt, enda sæjum við að við fengjum ekki nokkurn svefn — en lögum sam- kvæmt áttum við að fá minnst sex tíma svefn á sólarhring. Sæmundur brosti við, eins og honum var tamt, og viðurkenndi þetta, en við sættumst á að reyna. Þetta gekk þó ekki sem skyldi og slíkur veiðiskapur veit ég ekki til að hafi verið reyndur aftur. Þetta var í lok vertíðar og liðirnir í netunum voru smærri en vant var, enda smærri fiskur við Jökulinn. Við reyndum að draga netin á daginn og beita og draga síðan línuna á nóttum og koma því svo fyrir að hver fengi sex tíma svefn, hvað sem öðru leið. Það reyndist hægt vegna þess hve við vorum margir um borð.“ Með Júlíusi á „Bjarna riddara“ „En nú var komið árið 1955 og ég réði mig um borð í Bjama riddara. Þá hafði Júlíus bróðir minn tekið við skipinu, en við höfðum reyndar verið saman áður. Það var á Júlí með Bene- dikt Ögmundssyni, en Júlíus hafði verið með honum á Maí, einum af gömlu togurunum. Það var Benedikt sem hvatti Júlíus til þess að fara í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.