Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 66

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 66
66 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Auðvitað mátti þetta ekki heyrast heima á íslandi." A ítölskum togurum „Ég hafði sótt um vinnu á Kveld- úlfstogurunum 1938 og Kjartan Thors skráði mig niður. Kjartan var ítalskur kosúll og eldsnemma um vorið hefur hann samband við mig og segir mér að til landsins séu komnir þrír, litlir, ítalskir togarar. Þeir hétu Gronco, Orata og Nacello. Hann býður mér pláss á einhverju þessara skipa og ég fékk pláss á Nacello. Svo fór að ellefu íslendingar réðust á hvern af þessum togurum og áttu að kenna þeim að fiska með bobbingatroll og að fiska í salt, en það höfðu þeir aldrei gert fyr. Tveir íslendinganna voru alvanir að salta fisk. Alls var áhöfnin fimmtán manns, þ.e. fjórir Italir auk okkar. Skipin höfðu enda verið að túnfisk- veiðum niðri við Afríku. Þetta voru þýsksmíðuð skip og afburðagóð sjó- skip — 315 smálestir. Englendingum höfðu verið boðin þau til kaups en þeir vildu þau ekki og ítalska ríkið keypti megnið af flotanum. Þeir stofnuðu um þau félag sem hét „Fiski- veiðahlutafélagið ítalia.“ Á ítölsku mun það vera „Societte anonyma pisca rita italino.“ Þarna var ég í tíu mánuði og var fiskað einkum við Ný- fundnaland en einnig við Grænland. Ráðinn var íslenskur fiskiskipstjóri um borð í hvert skip og að sjálfsögðu var ég kokkurinn fyrir okkur íslend- ingana, en Italarnir höfðu sinn eigin kokk. Svo var ítalskur flaggskipstjóri og allir yfirmenn í einkennisbúningi, enda úr ítalska sjóhernum. Vistin um borð var ágæt en hafa varð sérfæði fyrir ítalina, sem áður segir, og sérfæði fyrir íslendingana. Þessum flota fylgdi yfir 20 þúsund smálesta móðurskip, gamalt, og keypt í Englandi. Það tók við aflanum og hafði bæði vistir og kol um borð. En ég keypti mínar vistir í landi þegar færi gafst og varð að kaupa þriggja mánaða vistir fyrir Grænlandstúr. Ég notaði fisk eins og ég gat og tókst að gera góðar krásir úr fiski. En til dæm- is þegar til Nýfundnalands kom keyp- ti ég mínar vörur sjálfur. Itölunum var aftur á móti úthlutaður daglegur skammtur af mat og jafnan um hálfur „Þarsem ég vorkenndi ítölsku stráka- greyjunum endaði það með því að ég gaf þeim öllum hafragraut á morgn- ana eins og mínum mönnum. “ (Ljósm. Sjómdbl. AM) lítri af rauðvíni. Þetta var látið síga í stórum ámum frá móðurskipinu ofan í netalestina. Skipstjórinn bauð íslend- ingunum sama rauðvínsskammt um helgar. Annars höfðu ítalirnir lélegt viðurværi: Mest var það kaffi og skonrok og ekki annað í morgunmat — og svo spaghetti á öðrum málum. En ítalski kokkurinn var ágætur kokk- ur og gerði sitt besta úr því sem hann hafði úr að moða. Ég sauð aftur á móti hafragraut ofan í mína menn og bætti hann með dósamjólk, sykri og salti. Einn daginn fór ítalski loftaskeyta- maðurinn að skoða þetta hjá mér og hann varð trylltur í hafragrautinn. Og þar sem ég vorkenndi ítölsku stráka- greyjunum endaði það með því að ég gaf þeim öllum hafragraut á morgn- ana eins og mínum mönnum. Þeir blessuðu mig líka, föðmuðu og gerðu krossmark yfir mér þegar ég fór loks í land.“ Á Dóru og Júní í stríðssiglinum „En árið 1940 fór ég á fiskibátinn Dóru, en á henni hafði ég verið á sfld- veiðum 1938. En nú sigldi ég með Dóru til Englands og með henni sigl- di ég fimmtán ferðir í heimsstyrjöld- inni. I einni þessara ferða tókst svo vel til að við gátum bjargað manni úr sjónum á milli Færeyja og Hebrids- eyja. Skip hans hafði verið skotið nið- ur af kafbáti og það varð honum til bjargar að við sáum ljóstýru á björg- unarbeltinu hans. Skip hans, sem ver- ið hafði um 20.000 tonn, hafði verið á leið með jámgrýti til Bretlands. Hann var sá eini sem bjargaðist af þessu skipi. Við kengfylltum hann af viský og létum hann kófsvitna í vélarrúm- inu og hann var ekki kominn til með- vitundar fyrr en um það bil sem við komum til Fleetwood. Af Dóru fór ég á togarann Júní og sigldi einar 15-16 ferðir með honum og er ekki frá stórævintýrum að segja frá þeim tíma. En ég sá um bókaskáp- inn fyrir áhöfina og geymdi fyrir fé- laga mína verulega upphæð — á ann- að hundrað pund. Ég mátti ekki fara með pund út úr landinu, svo ég tók til bragðs að fela þau innan í einni bókanna, sem ég lét inn í skáp og læsti. Svo fórum við heim og að því búnu út aftur. En þegar halda skal heim á ný kemur tollvörður niður og biður um tesopa sem ég gaf honum. Þá segir hann, „Fjári er þetta virðu- legur skápur. Hvað geymir þú í hon- um? Áfengi?“ „Nei, bara bækur,“ svara ég. En hann vill ólmur fá að líta inn í skápinn og það skiptir engum togum að hann dregur fram eina bók- ina — og peningarnir spretta fram! Karlinn leit á mig ógnarlegu augna- ráði. „Þetta veistu að er bannað. Nú tek ég peningana og fæ þér þá á ný þegar þú kemur hér aftur.“ Ég fellst strax á það, enda ekki um annað að ræða, bað hann að gefa mér kvittun og hana fékk ég. En næst þegar við komum til Englands fór ég upp á „Emigration Office“ og vil fá pening- ana. Ég hafði nafnið á manninum og kvittunina með að sjálfsögðu. En þá fékk ég þau svör að þessi maður væri þarna ekki lengur og að búið væri að flytja hann til — þeir héldu að hann hefði farið til Greenoch í Skotlandi. Þetta þótti mér súrt í broti en gat ekk- ert að gert. En þessari sögu er ekki lokið, eins og ég mun segja þér hér síðar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.