Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 68
68
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
borð - - og loftið í klefanum var orðið
svo vont að það ætlaði okkur lifandi
að drepa. Engan mat var að hafa nema
smurt brauð, kaffi og te. Þar að auki
hafði tilkynningin um að okkar hópur
ætti að fara með komið svo seint að
maturinn nægði hvergi handa öllum.
En flugfreyjan bjargaði því með að
taka af mat áhafnarinnar, svo við
fengurn eina brauðsneið og bolla af
kaffi. Ferðin til Prestwick tók fimm
tíma og fegnir vorum við að lenda.
En þá skeði skrýtinn atburður: Þeg-
ar við komum inn í flughöfnina í
Prestwick förum við auðvitað að sýna
tollvörðunum farangur okkar. Vill þá
ekki svo til að ég mæti gaurnum sem
tekið hafði af mér pundin úr bóka-
skápnum þegar ég var á Júní forðum.
Eg spurði á góðri ensku hvort hann
þekkti mig ekki, en margt fólk var
umhverfis okkur. „Nei“, svarar hann
en verður heldur kvikindislegur á
svipinn og eldroðnar. „Ja, ég sé að þú
þekkir mig,“ segi ég. Fólkið umhverf-
is sá hvað um var að vera og fór að
skellihlægja. „Jæja,“ segi ég, „Viltu
nú ekki láta mig hafa pundin sem þú
tókst til varðveislu fyrir mig.“ Hann
rekur upp stór augu og segist engin
pund hafa fengið hjá mér. „Nei, ein-
mitt það,“ segi ég. „Þá er best að þú
eigir þau — þetta var svo lítið. Ætli
þér veiti af því,“ ansaði ég. Og sjá
fólkið! Það gapti af undrun og sér-
staklega á tollþjóninn, því hann varð
eins og eldhnöttur í framan. Þarna
fékk ég hefnd þótt seint væri!“
Hrakningaför með Herðubreið
„Við vorum nú fluttir með lang-
ferðabíl til Greenock, þangað sem
skipið var. Þar tók við mikil liörm-
ungarnótt: Við gistum í borð í skipinu.
Hörkufrost var úti og það svo að það
fraus á manni typpið þegar maður
pissaði. Engin hitalögn var um borð,
fáein teppi í nokkrum farþegaklef-
anna og tókst mér að leggja eitt þeirra
undir mig. Þarna vorum við í hálfan
mánuð, meðan var verið að gera skip-
ið klárt til siglingar. Einhverjar vörur
tókum við í Glasgow.
Þá var lagt af stað heimleiðis og er
ekki að orðlengja það að þá var kom-
ið kolbrjálað norðanveður, en þetta
var rétt fyrir jólin. Endaði þetta með
því að við urðum að fara inn á eina af
Hebridseyjunum, enda voru þá allar
dælur orðnar stíflaðar af skít og drullu
í ofanálag og ekki hægt að lensa, svo
hreinsa þurfti kjalsogið. Kostaði það
okkur tveggja daga töf meðan tveir
menn skriðu niður í kjalsogið og
hreinsuðu það. Stífa þurfti vélina af á
meðan, því ef sveifarásinn hefði farið
í gang á meðan á þessu stóð hefði far-
ið illa. Eftir þessa hreinsun var loks
hægt að lensa. Þar með var haldið af
stað, enn í þessu aftakaveðri, og var
furða hve skipið sópaði af sér sjónum
og það gekk einar tíu mílur. A leiðinni
fórum við fram hjá einum af þessum
nýsköpunartogurum sem voru um
900 smálestir. Hann lá kyrr og hélt
sjó, en við sigldum áfram. Og þegar
við komum inn í Reykjavíkurhöfn var
ekki hægt að sjá hvort þetta væri skip
eða ísjaki. Allt var klakabrynjað og
hver spotti margfaldur á þykkt. Við
urðum enda að berja miskunnarlaust
af skipinu á leiðinni. Þarna var ég
bryti og kokkur um leið. En þegar
heim kom réði ég messagutta og
stúlku til þess að annast farþegana.
Á Herðubreið var ég frá 1947 til
1951. Þá fór ég um borð í Esjuna sem
yfirkokkur og hlaut vitanlega meiri
laun um leið. Þar hafði ég bæði hjálp-
arkokk og búrmann. Á Esju var ég í
fimm ár, eða til 1955, en þá fór ég að
fullu og öllu í land.“
Ýmsir húsbændur
„Eftir að í land kom fór ég til vinar
míns Brynjólfs Brynjólfssonar á Café
Höll. Þar var ég í tvö ár uns ég 1958
fer á Gildaskálann — sem ég aldrei
hefði átt að gera — og ekki vil ég hafa
mörg orð um vist mína þar sem var
slæm. Eg ætlaði að fara upp í Borgar-
nes sama sumar og ég hætti á Gilda-
skálanum og ætlaði að vera þar um
veturinn. En þá fannst hótelstjórninni
að ég væri allt of dýr kokkur, þar sem
ekkert væri um að vera á veturnar —
sem var tóm vitleysa því þarna störf-
uðu margir klúbbar sem héldu sam-
sæti og árshátíðir.
Þar með fór ég í byggingarvinnu
hjá Loftleiðum — elstur tólf stráka
sem þar unnu og var verkstjóri þeirra.
En þegar ég hafði verið þarna í
nokkra mánuði kom Lúðvík
Hjálmtýsson vinur minn, sem átti
ekki orð yfir að sjá mig, alvanan kokk
og bryta, í verkamannavinnu. „Þetta
er ekki hægt,“ sagði hann. „En erindi
mitt við þig er það að við erum að
setja á stofn nýtt Hótel Selfoss og ég
vil fá þig þangað. „Nú, brann hótelið
ekki?“ sagði ég. „Ekki veitingasalirn-
ir,“ sagði Lúðvík. „Þama verður mik-
ið að gera, komdu og líttu á þetta.“
Það gerði ég að sjálfsögðu og leist vel
á. Með mér kom konan mín, Margrét
Jónsdóttir, og gerðist hún bakari hjá
mér. Þegar ég var á Esjunni á sínum
tíma var hjá mér ágætis bryti, Elías
Dagfinnsson. Hann kom til mín um
hverja helgi með fullt af fólki í mat.
En þegar ég held heim um haustið,
hugðist hótelstjórinn fara að draga
starfsemina saman á ýmsa lund, og
það líkaði mér ekki. Ég sagði því upp
og fór.“
Matreiðslumeistari á
Keflavíkurflugvelli í 25 ár!
„En alltaf vill manni eitthvað til.
Ekki er ég fyrr kominn heim en Elías
hringir til mín og segir að strák sem
vann hjá honum í grillinu á Keflavík-
urflugvelli hafi verið sagt upp — og
biður mig að hlaupa í skarðið. Þetta
var 1964. Ég lofaði að hjálpa honum
en tók fram að ekki gæti ég hugsað
mér andstyggilegra starf en að vera
grillkokkur. En daginn eftir hringir
hann og þá er fallinn úr skaftinu einn
aðal vaktstjórinn á næturvaktinni.
„Nú vil ég bjóða þér starfið,“ segir El-
ías, „og þar færðu mikið hærra kaup
en að vera kokkur. Þessu tók ég fegins
hendi og var þar matreiðslumeistari í
hvorki meira né minna en í 25 ár! Þá
voru fæturnir hættir að bera mig og ég
orðinn sjötíu og sjö ára, svo ekki var
um annað að ræða en að hætta.“
Konan mín var sem áður segir
Margrét Jónsdóttir, sem nú er látin
fyrir sex árum. Við eignuðumst fjögur
börn. Ég dvel hjá elstu dóttur minni
Jónu, en sæki dagvistun á Hrafnistu í
Hafnarfirði og þar er gott að vera. Ég
hugsa með þökk til allra gamalla
skipsfélaga frá þessum tíma, því þeir
voru nær allir sómamenn, þótt alltaf
leynist svartur sauður innan um.“