Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 72

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 72
72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ A TUNDURDUFLASLOÐUM „Eg hélt niðri í mér andanum meðan við vorum að þokast frá þessu“ Rætt við Magnús Grímsson skipstjóra Magnús Grímsson skipstjórí. A veggmtm er málverk eftir Jón Hróbjartsson af Súðavík eins og hún leit út á œskuárum hans. Magnús heitinn Grímsson skipstjóri fæddist í Súða- vík 11.12. 1919, sonur hjónannna Gríms Jónssonar út- gerðamanns og Þuríðar Magnús- dóttur. Hann hóf skipstjórnarferil sinn vestur á Fjörðum um tvítugs- aldur en var síðan lengst af með eig- in háta sem hann gerði út frá Reykjavík og stundaði sjó fram undir sjötugt. Hann kynntist þeirri vá sem tundurduflin voru vestra á stríðárunum og getur borið vott um að oft munaði mjóu að illa færi. Eftirfarandi viðtal átti ritstjóri Sjó- mannadagsblaðsins við hann í nóv- ember 1982 eða um sama leyti og Pálma Sveinsson. Magnús lést þann 22. 8. 1994. „Þegar tekið var að leggja tundur- duflin og þessar lokanir komu til sög- unnar var ég með Draupni frá Súða- vík og aðeins 22 ára gamall,“ segir Magnús. „Draupnir fórst árið á eftir með fimm manna áhöfn, en þá var ég tekinn við mótorbátnum Guðrúnu. Við fengum tilkynningu um það, bréf- lega að mig minnir, frá herstjórninni á Isafirði að bannað væri að róa út á svæði sem var meira en fjórar mílur frá annesjum, og ég held að þau hafi verið réttvísandi vestur frá Kóp og réttvísandi norður frá Hornbjargi. Okkur var hótað öllu illu ef við færum út á þessi svæði og sagt að við gerð- um það á eigin ábyrgð og látið að því liggja að við yrðum skotnir niður. Bretar höfðu þá fallbyssuhreiður uppi á Ritnum og sáu þaðan vel yfir. Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir veiðarnar yfir haustmánuðina og í skammdeginu, því þarna höfðu verið okkar helstu fiskimið fram til þessa tíma. Fiskur var þá helst úti af Ritn- um, í Alnum sem kallaður var, og svo á vesturgrynningunni. Við á bátunum frá Súðavík rerum yfirleitt meir á austursvæðið — úti af Ritnum og Straumnesinu. Það var ákaflega erfitt á svona litlum báturn að sækja austur fyrir Horn. Það var líka sjaldnast þan- nig tíðarfar að hægt væri að sækja svo langt. Við rerum spölkorn út á Djúpið þegar veður var með verra mótinu, en oft mátti segja að það væri ördeyða hjá okkur.“ Fiskisæld Dagstjörnunnar „Mig minnir að það hafi verið vet- urinn 1941-1942, þegar ég var enn með Draupni, að Dagstjarnan frá ísa- firði fór að koma með ágætan afla að landi. Skipstjóri á Dagstjörnunni var Hrólfur Þórarinsson. Ekki vissum við hvert hann reri, en hann kom að seint á nóttinni með fullan bát en við hinir með fremur lítið. Þannig gekk það eina tvo eða þrjá túra. Hrólfur kom alltaf síðastur af sjónum og fór ekki aftur fyrr en seint á nóttinni, þar sem hann varð að losa fiskinn og lóðimar og taka nýjar um borð aftur. Tókum við það nú til bragðs á Draupni að við biðum utan til í Djúpinu til þess að sjá hvert Hrólfur færi. Um morguninn sá ég hvar hann kom út. Við biðum þarna ljóslausir, svo hann sæi okkur ekki, og ég held að það hafi verið þama fleiri bátar líka, sem biðu hans ljóslausir einnig. Meðal þeirra var mikill dugnaðarmaður, Rósi Stein- dórsson á Pólstjörnunni og mig minn- ir að annar hafi verið Pálmi á Sædís- inni, mikill dugnaðarmaður líka og aflamaður. Hrólfur keyrði út með að-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.