Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 74

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 74
74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ A TUNDURDUFLASLOÐUM „Horfði á manninn dragast með tund- urduflinu í hafíð og sökkva með því“ Breskur hermaður sem vann að tundurduflalögnum hér við land segir frá þessum hættulega starfa Joe Walsh: „Allt rafmagn sem vélarnar gátu framleitt fór til þess að knýja tund- urduflalagningabúnaðinn Hér á eftir fylgir stutt en fróð- leg lýsing bresks hermanns, Joe Walsh, sem um skeið var við tundurduflalagnir hér við land. Þessi maður, sem er írskur að uppruna, býr nú í Ástralíu og er 89 ára að aldri. Hann kom hér sem hermaður árið 1940. Þar sem hann var lærður í fjarskiptum og ágætur tungumálamaður (lærði bæði ís- lensku og rússnesku) vann hann fyrst eftir komu sína hingað á loft- skeytastöðinni á Melunum. En til þess að teljast fullgildur í breska flotanum urðu menn að vera minnst sex mánuði á sjó og þennan tíma „afplánaði“ Joe Walsh á skipi sem lagði tundurdufl hér við land og við Noreg. Joe Walsh er mikill íslandsvinur og hefur margsinnis komið hingað til lands hin síðari árin. Hann hefur ritað ævisögu sína og úr henni er eftirfarandi frásögn fengin. „Frá íslandi héldum við nú til Glasgow, og er þangað var komið fékk ég hálfs mánaðar leyfi. Ég hélt til Chester og þar giftum við Win Oa- kes okkur, en við höfðum þá ekki sést í fimmtán mánuði. Hveitibrauðsdög- unum eyddum við í hinu fagra héraði Dolgelly í Norður Wales. En þá var bundinn snöggur endir á sæluna þeg- ar ég var kvaddur til Devonport. Við vinur minn Fred Wilby og ég hugð- umst senn ganga undir sérstök hæfni- próf — svo nefnd CW-próf. Hans námsgrein lá á sviði verklegrar kunn- áttu, en ég ætlaði að gangast undir próf í íslensku og rússnesku. Slík kunnátta bjóst ég við að kæmi mér að mestum notum, hyggðist ég ná frekari frama, því enginn skortur var á mönn- um sem töluðu til dæmis spönsku og frönsku reiprennandi. Prófið yrði þó ekki haldið fyrr en ég kæmi aftur af sjónum og ég ákvað að nota allar þær stundir sem gæfust til lestrar og lær- dóms í ferðinni. Námsgögnin voru frumstæð en ég las í því sem ég hafði af kappi á leið minni til Invemess, sem var „bannsvæði af fyrstu gráðu,“ því miklar hömlur vom lagðar á ferð- ir til nyrsta og vestasta hluta Bret- lands. Við komum til hafnarinnar „Port ZA (Kyle of Lochalsh nærri Isle of Skye) og þar stigum við um borð í HMS Adventure, eina sérbyggða tundurduflalagningaskipið í eigu flot- ans. Hin skipin sem taka skyldu þátt í leiðangrinum voru kaupskip, sem breytt hafði verið til þessara nota og þau voru: Menestheus, Agamemmon, Menelaus og Port Quibeck. Eitt skip- anna var fagurbleikt á litinn og var kallað manna á meðal „Admirals Pink.“ Ég býst við að það hafi verið vegna þess að aðmírálinn hafi geymt fána sinn þar um borð — en hlægilegt var þetta skip að sjá innan um öll hin skipin sem máluð voru í felulitum. Vinnan um borð í tundurduflalagn- ingaskipinu komst fljótt upp í vana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.