Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 84

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 84
84 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hér erþað hákarlasókn sem Geir sýnir gestum sínum — járnkrókur með traus- tri keðju festri við. Sjóklœðin sem Geir klœðist gera myndina jafn sannfœrandi og hún hefði verið tekin fyrir öld síðan. (Ljósm. Sjómdbl. AM) dálítið um þetta einstæða mann- virki þegar við litum við hjá honum í fyrrasumar, en um sex þúsund manns hafa heimsótt búðina árlega. „Upptökin að þessu voru þau að þeir Erlendur Sveinsson og félagar hans hugðust fara að gera kvikmynd- ina „Verstöðin ísland“ og fannst fara vel á að kvikmyndin hæfist hér í Bol- ungarvík, þar sem hér er elsta ver- stöðin á landinu. Hér í Bolungarvík hafði að vísu áður verið til verbúð til skamms tíma en hún hafði orðið að víkja fyrir skipulaginu. En þegar þetta kom til sáum við að upplagt væri að reisa verbúð að nýju og þá hérna í Osvörinni og kom það sér þá vel að viðirnir úr gömlu verbúðinni voru enn til. Einnig sáu menn að slík verbúð gæti haft aðdráttarafl fyrir ferða- menn.“ Vorskipið Ölver „Nú, og það er ekki að orðlengja það að hafist var handa við að reisa húsin og torfveggjahleðsluna annaðist Sveinn Einarsson frá Hnjóti. En aftur á móti var það ég sem lagði til svo að segja alla sýningarmunina, en ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að viða að mér gripum sem tengdust sjósókn fyrri tíma. Eg endist ekki til að telja upp allt það sem ég safnaði, en þar á meðal voru allra handa dufl úr tré, skrínur sjómanna, lýsislampar, ífærur og sóknir hákarlamanna, netaflot og sökkur og svo framvegis. Þá var afráðið að hér við búðina skyldi standa skipið Ölver sem er í eigu Byggðasafns Vestfjarða, en Bol- ungarvík er aðili að því safni. Skipið varð í rauninni upphafið að Byggða- safni Vestfjarða, en það var Bárður Tómsson skipaverkfræðingur, sem var á Isafirði, er fékk Jóhann Bjarna- son skipasmið á Isafirði til þess að smíða bátinn. Var ákveðið að báturinn skyldi verða með sama lagi og vor- skipin svonefndu í Bolungarvík voru. Þetta voru skip sem ekki var byrjað að róa á fyrr en á vorin og voru þau tals- vert léttari en þau sem róðið var á um vetrartímann. Hér er um að ræða sexæring með hinu svonefnda Bol- ungarvíkurlagi. Því miður misstum við frá okkur tvö gömul skip með þessu lagi er hérna voru til. Annað var í vörslu Þjóðminjasafnsins og tókst svo slysalega til að það brann þar. Hitt er Sfldin sem staðsett er suður í Bjarn- arhöfn, en það er í eigu Hildibrandar Bjarnasonar bónda þar. Það skip var sérstaklega smíðað fyrir Bolvíking einhvern tíma um 1830, þótt síðar væri honum breytt, hann borðhækk- aður og sett í hann vél. Náttúrulega höfum við feikilegan áhuga á að fá hann aftur hingað til okkar. Hann er nokkru stærri en Ölver og lagið á hon- um eldra.“ Fanggæslan hreppti vænsta fiskinn „Hér við Ósvararbúð hefur verið reistur myndarlegur hjallur þar sem við þurrkum fisk. Segja má að hjallur- inn hafi einkum verið fyrir formann- inn, því hjalloftið notaði formaðurinn sem geymslu fyrir útgerðina og þótt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.