Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 99
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
99
Séð yfir stafli „Hamonu“ ofan úr formastrinu á heimsiglingunni frá Ameríku.
ágalla á skipinu að alls ekki var hægt
að sigla því á móti. Þá stakk hún sér
niður í ölduna og datt svo niður að
aftan eins og hún skylli niður á klett.
Varð ég vitni að því að eitt sinn þegar
kokkurinn var að sjóða fisk og búinn
Við rattið stendur Jón Guðmundur
Olafsson „seglaskipstjóri. “ Skipstjór-
inn, Krístján Ebenesersson stendur til
vinstri.
að láta bitana í pottinn að „Hamona“
tók slíkan skell með þeim afleiðing-
um að kokkurinn fékk allt það sem í
pottinum var í hnakkann! Sem betur
fór var sjálfur potturinn bundinn fast-
ur! Þá hafði það gerst áður en ég kom
um borð að spil, sem talið var tonn
eða meira, og stóð við lunninguna á
bakborðsbógnum, hvarf án þess að
hið minnsta sæi á lunningunni. Þeir
voru þá á leið til Hornafjarðar og
höfðu fengið á sig smáhnút. Þetta tel
ég að hafi mátt rekja til þessara breyt-
inga sem á skipinu voru gerðar, a.m.k.
að hluta. — En ef þau segl sem enn
mátti setja upp á „Hamonu“ (fokka og
stórsegl á formastri) voru sett upp og
haldið tvö til þrjú strik frá vindi, mátti
ganga á inniskóm hvar sem var á
dekkinu. Mér leið líka prýðisvel á
„Hamonu“ þegar seglin voru uppi,
enda hafði hún verið smíðuð sem
seglskip. Ibúðir voru þannig að skip-
stjóraíbúðin og eldhúsið voru aftast,
en fyrir neðan káetan þar sem við aðr-
ir skipsmenn sváfum.
Meðan ég var á skipinu vorum við
í flutningum fyrir herinn og íluttum
þá oft þunga vöru, og svo fórum við
margar ferðir með ísaðan fisk til
Fleetwood og komum heim með sem-
ent eða kol. Ekki brást að 170 tonn af
fiski kæmu upp úr þessu 177 lesta
skipi. Við lentum oft í aftaka vondum
veðrum, en ekki man ég eftir teljandi
leka eða öðrum óhöppum. Alltaf er
mér minnisstætt að eitt sinn vorum
við sendir á vegum hersins norður í
Hrútafjörð og vorum með skipið fullt
af sprengiefni. Sama dag var árásin
gerð á Súðina og hefði ég ekki viljað
verða fyrir árás af ámóta tagi daginn
þann!
Þau urðu endalok „Hamonu“ að
hana rak eða rétta sagt dró hún akker-
in upp í fjöruna á Þingeyri í hvössu
austanroki þann 17. desember 1945.
Hún var dæmd ónýt og liðaðist sund-
ur þarna í fjörunni. En af stýrishúsinu
af henni er nokkur saga: Það var lengi
notað sem flugskýli á Þingeyrarflug-
velli og er nú komið á flugminjasafn-
ið á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreks-
fjörð þar sem allt er innanstokks eins
og það var meðan það gengdi hlut-
verki flugskýlis.
Einn skipverja hefur tekið sér stöðu
á hinni veglegu bakseglsrá á heim-
siglingu.