Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 100

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 100
100 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ s A leiðarenda Smásaga eftir Atla Magnússon Stóra hviðan kom á slaginu sjö, ekki vafi á því sögðu þeir á lós- bátnum, því tryggingafulltrúinn lét í veðri vaka að nákvæmni skipti miklu máli. Þeir höfðu verið á leið niður bryggjuna þegar Vigtin og Olíu- samlagið hurfu í snjókófi og vitin á mönnunum fylltust saltri móðu og sjávarlegi sem buldi á yfirhöfnunum eins og svipusmellir. Hljóðið bland- aðist dununum frá tunnunum sem á sömu stundu komu út úr Samlagsport- inu, ultu niður hallann og á steinkant- inn við bryggjubrúnina þar sem þær hoppuðu hátt í loft upp og pompuðu í sjóinn. Nokkrar voru fullar af gírolíu og þeyttu upp af sér strók eins og djúpsprengjur. Það var vegna þeirra sem skaðabótamálið var hafið. Aðrar voru tómar og snerust í ótal hringi, svo gulmáluðu stafirnir komu og fóru eins og stafir á blikkandi ljósaskilti - GULF OIL...GULF OIL... Mennirnir störðu í lotningu, þótt í rauninni væri þetta svolítið hlægilegt. Svo flýttu þeir sér um borð, sá síðasti hélt á end- anum um leið og hann stökk. Það glampaði á krans af votum hjólbörð- um á bátssíðunni og ljósið í lágri sigl- unni þreytti höggbardaga við rauða týru í kverkinni hjá hafskipabryggj- unni meðan báturinn jók skriðinn og tók að fjarlægjast út mót ósýnilegri hafsbrún. Rauða týran var í formastri á báti sem hafði komið inn kvöldið áður og lagst við hafskipabryggjuna. Inn í ókyrrt blikið frá henni feyktist gufu- mökkur frá afrennsli í fjörunni, svo lygilega heitur og hvítur í nístandi frostinu. Hann hnitaði hringa, brá blóðugum rosabaug um ljósið og eyddist með hraða sjónhverfingarinn- ar... Framar við hafskipabrygguna lá eitthvert stórt, útlent vöruflutninga- skip. Auk masturljósanna týrði í dauf- ar glætur í stöku kýrauga og á báta- dekkinu logaði á ljóskastara svo móta sást fyrir skorsteininum og uglunum með björgunarbátunum. Á bekk í eldhúsinu á bátnum sem komið hafði inn kvöldið áður lá mað- ur og hélt þéttu taki um brúnina á borðinu fyrir ofan andlitið á sér, því báturinn hafði kastast til þegar hviðan kom og litlu mátt muna að hann flygi út á gólfið. Við það hafði hann losað svefninn. Hann lauk samt ekki upp augunum heldur ákvað að reyna að sofa ögn lengur, en reyndist það ógjörningur, því við hnykkinn hafði opnast skápur og út úr honum komið tóm flaska sem rann til og frá um gólfið. Hann strauk yfir sveitt ennið, enn með lukt augun, og mundi að hann varð að koma Jóhannesi á sjúkrahús. Jóhannes var skipstjórinn og hann hafði tekist á hendur að sigla bátnum með honum hingað austur. Jóhannes hafði selt hann hingað og loks voru þeir komnir á ákvörðunar- stað. Þeir höfðu ekki hreppt sem best veður síðasta spölinn og í ofanálag hafði Jóhannes veikst og orðið að halda sig í koju. Siglingin hafði því að mestu hvílt á honum einum — já, óneitanlega var mál til komið fyrir Jó- hannes að selja og hætti þessu slarki. Hann hafði skilið við hann niðri í ká- etunni þar sem hann lá í efri koju með munninn klesstan upp að bríkinni líkt og í kossi. Hann hafði ekki komist úr buxunum nema til hálfs og axlabönd- in, aðeins leyst að framanverðu, löfðu út úr kojunni og lömdust letilega í þil- ið eftir rólinu. Skrölt flöskunnar sem sífellt rann til og frá um gólfið varð til þess að hann ákvað að rísa upp af bekknum — en um leið og hann lauk upp aug- unum gleymdist flaskan og raunar allt annað sem hann hafði verið að hugsa. Eldhúsið var baðað ljósi og handan við borðið sat enginn annar en Jó- hannes, sem hann hafði talið fárveik- an — glaðvaknaður. Satt að segja var hann betur en vaknaður því þarna sem hann sat við borðið lýsti svipurinn á bláleitu andlitinu sérstakri ánægju, meiri ánægju en venjulega, því hann var alltaf í frekar góðu skapi. Hann var kominn í ný föt, sem voru of stór á hann, ermarnar náðu fram á miðja fingur, sem líka voru of stórir miðað við svona horaðan líkama. Svartar neglurnar voru ataðar hvítu dufti af verkjalyfjum sem hann hafði verið að maula úr pappastauk og stóð nú fyrir framan hann á borðinu. Hann Ijómaði þegar hann sá að hann var vaknaður. —Vaknaður, Maríus, eh? Hann var nefmæltur því hann hafði troðfyllt nasirnar af neftóbaki sem líka sat á hökunni og hafði hrunið niður á fann- hvítt skyrtubrjóst. Hann hvolfdi pappastauknum og barði honum við borðið þangað til lítil tafla hrökk úr honum, sem hoppaði á borðinu eins og hvít fló. Hann klófesti hana á borð- röndinni, rak fram tunguna og hún hvarf eins og upp í munn á kamelljóni. Svartar og breiðar varirn- ar harðluktust aftur og það brá fyrir kvíðafullum kvalasvip meðan hann kyngdi. Svo tók smátt andlitið aftur að Ijóma, óhreint, svitugt hárið á höfðinu stóð út í allar áttir eins og dýrðarbaugur. —Já, ég er í öllu nýju, sagði hann og strauk gætilega um boðungana á jakkanum með fingurgómunum og lyfti biðjandi upp vinstri handleggn- um og í ljós kom vörumiði í rauðu silkibandi sem hékk við tölu. —Það er meðal annars í tilefni af því að ég skuli vera búinn að selja bátinn, sagði hann meðan félagi hans brá vasahníf á bandið. — Þakka þér fyrir og nú er ég hættur útgerð. Mér hefur aldrei hlekkst á og ekki misst mann. Nú er ég kominn heill í höfn — og að þessu sinni á ég það þér að þakka... —Jú, ég þakka þér, sagði skipstjóri hans og það var stífni í málrómnum þegar hann sá að hann yppti öxlum. —Ég hefði ekki ráðið við þetta, að sigla þetta á ég við — með ónýtar lappir og allur ónýtur. Þess vegna ætla ég að borga þér núna og soldið betur en við töluðum um, ekki um annað að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.