Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 105

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 105
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 105 þögn og málið hafði greinilega verið látið niður falla. En skyndilega virtist eitthvað rifjast upp fyrir lögreglu- þjóninum sem hann hafði ekki spurt um áður: „Af hverju var maðurinn í spariföt- um?“ „Hann sagði að kunningi sinn ætl- aði að sækja sig.“ Maríus beit sig í vörina þegar hann svaraði. Það var eins og eitthvað lykist upp fyrir hon- um sem ekki hafði hvarflað að honum fyr. „Kunningi — á hann kunningja hér?“ Lögregluþjónninn lyfti brúnum og leit fyrst á Maríus og þá enn aftur um öxl sér á félaga sinn. „Við höfum samband við þig aftur,“ sagði hann um leið og hann stakk minnisbókinni í vasann og votu og dökku veski Jó- hannesar niður í plastpoka. „Við gæt- um þurft meiri upplýsingar. Hvar dvelurðu?“ „Hvergi. Kannski í bátnum.“ Það kom hik á lögregluþjóninn. „Viltu að við skutlum þér eitthvað? Hann neitaði og þeir kvöddust. Lögreglubíllinn ók brott og hann stóð einn eftir á bryggjunni með svertingj- unum. „Sorry about your friené “ sagði annar þeirra og þeir tóku báðir í höndina á honum. „Want some cof- fee?“ Það var hlýja og samúð í svört- um augum þeirra, þeir höfðu tekið af sér hettuna og Maríus sá að þeir voru báðir snoðklipptir. Hann hristi höfuðið og afþakkaði og um leið heyrði hann einhvern sem stóð fyrir aftan- hann ávarpa sig: „Ert þú ekki Maríus — vélstjórinn?“ Hann sneri sér við og sá ungan, ljóshærðan mann á aldur við sjálfan sig, eða kannski ári yngri, brosa vandræðalega við sér. „Ég er Þorkell,“ sagði hann og rétti honum höndina. „Sko, það er ég og bróðir minn sem erum að kaupa bátinn. Ljótt mál, ha.“ Hann hristi höfuðið og leit á eftir lögreglubílnum sem rétt í þessu hvarf fyrir horn. „Hvað kom fyrir?“ Maríus yppti öxlum. Sá nýkomni var á bíl og hann þáði boð hans um að koma heim með sér. Það var ekki gimilegt að hírast um borð í bátnum og svo þurfti hann að útvega sér far suður. Þeir töluðu fátt og Maríus virti piltinn betur fyrir sér. Andlitið var fín- gert og ekki þess konar sem honum fannst hæfa sjómanni en samt var eins og í því byggi einhver dulin seigla. Úti á höfninni sá hann að þeir á hafn- sögubátnum voru teknir að draga tunnurnar upp úr sjónum — það gekk erfiðlega og þeir voru í sífellu að missa þær frá sér aftur þar sem þær fóru ótal snúninga: GULE OIL... GULF OIL... „Hvenær ætlarðu suður. Það er flug á morgun og þér er velkomið að gista heima í nótt. Ertu fastur í einhverju plássi?“ Hann hristi höfuðið. Ljóshærði strákurinn hugsaði sig um og það sást á svipnum á honum að hann langaði til að segja eitthvað, en var í vafa um hvort hann ætti að þora það. „Okkur vantar vélstjóra og ef þú vilt...“ sagði hann loks og það var ekki laust við að hann stamaði og Maríus sá að hendurnar á honum herptust um stýrið svo hnúarnir hvítn- uðu. „Þeir hafa verið að fiska sæmi- lega hérna undanfarið," flýtti hann sér svo að bæta við. „Meiningin er að ég verði skipstjóri og Kjartan bróðir stýrimaður. Við voram með bát hérna í fyrra. Það gekk frekar vel.“ Maríus þagði. Þetta var annað at- vinnutilboðið sem honum barst á inn- an við klukkutíma. Honum leist ekki á að verða vélstjóri hjá stráklingi sem var yngri en hann sjálfur og hafði sjálfsagt enga umtalsverða reynslu. Þar að auki vissi hann að það var ým- islegt að bátnum sem þurfti að stand- setja. Miklu fleira en þennan strák grunaði. En annars var þetta ekki slæmur bátur — satt að segja nokkuð góður. Og það fylgdi heppni þessum bát. Menn sögðu að hepp- ni fylgdi mönnum en hann hafði þá trú að hún fylgdi ekki síður bátum. Hann hafði einhvern veginn kom- ið sér upp þessari trú. „Ég býst varla við því — en ég get hugað málið,“ sagði hann þurrlega og sá um leið eftir að hafa sagt það síðarnefnda. Þorkell reyndist búa í lítilli, tveggja herbergja íbúð ásamt konu sinni og tveimur smábörnum sem hlupu um og ærsluðust meir en honum fannst hann hafa liðið þeim sjálfur, hefði hann verið faðir þeirra. Én konan, lítil og þybbin og geislandi af orku, rak þau út úr stofunni harðri hendi og bar honum kaffi og kökur sem hún virtist hafa átt tilbúið. Þau spjölluðu um allt og ekkert — mest um ekkert en þegar þau buðu honum að leggja sig í sóffann og hvíla sig, hafði hann aftur — sér til gremju — lofað að hugsa málið. En meðan hann var að festa svefninn fannst honum samt að þetta gæti verið íhugandi, alla vega í skamman tíma... Hann steinsofnaði og tók að dreyma — finnski stýrimaðurinn sveiflaði svörtu skammbyssunni með stutta hlaupinu og skók rauðglóandi sígarettuna framan í hann: „Them coloured guys are quite lost, have no chance you see... no chance. “ Svo hvarf hann og þarna var Jóhannes kominn, ljómandi af ánægju: „Þú þarft að festa þig við eitthvað, festa þig við eitthvað, Maríus - fá þér konu, þær fá mann til að staldra við og hugsa sig um, konurnar. En svo hurfu þessir tveir siðapostular og í stað þeirra kom hann til sögunnar fuglinn með þetta skrýtna nef og þetta gula höfuð. Hann hallaði undir flatt og horfði á hann dökku, blikandi auga meðan hann sagði honum hverja sög- una á fætur annarri á fuglamáli — en hann skildi hvert orð og hugsaði með sér að hann ætlaði að muna sögurnar og segja þær lítilli telpu sem hann þekkti þegar hann kæmi í land. Sendum öllum ísíenskum sjómönnum árnaðarósfar á fiátíðisdegi þeirra Vélstjórafélag íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.