Blanda - 01.01.1923, Page 14
8
þann 14. Juliiroánaðar að kveldi, þar hann hafði hér i
veröldu vélskzt hálft ellefta aldursár1). Hann só ei-
lifum guðibefalaður, en yðar kærleika lætur vinsamlega
þakka hans eptirlátinD mæddi óskafósturfaðir, hans
móðurfaðir biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson, fyrir alla
bróðurlega umgengni að honum lifanda, þóknan og
hugarlátssemi hverjum í sinn stað, en nú fyrir kristi-
legs kærleiksverk í hans líkför og greptran. Sér í lagi
vill hann og hérmeð þakkað hafa virðulegri höfðings
matronu Helgu Magnúsdóttur og hennar ættgöfugum
dætrum fyrir alla hennar móðurlega rækt, en þeirra
systurlega velvild, og allra þeirra minnilegar velgerð-
ir honum frá því fyrsta til seinasta auðsýndar. Þar
jafnframt vill biskupinn þakkað hafa haus föðurforeldr-
um, heiðurlegum kennimanni séra Halldóri Daðasyni
að Runa, forðum prófasti í Árnessþingi, ásamt hans
heiðursamlegri ektakvinnu Halldóru Einarsdóttur, sem
og heiðurlegum kennimanni séra Árna Halldórssyni að
Runa, hans föðurbróður, fyrir alla elsku, kærleika og
velgerðir honum veittar frá blautu barnsbeini til þessa,
4 meðan hann með þurfti, játandi og meðkennandi, að
séra Halldór og hans ektakvinna hafi hór út í við
hann allra bezt og dyggðarlegast farið til að rótta úr
þeirn óefnum, sem i var komið fyrir föður hans, og
svo 1 rækt og foreldralegri ástsemd við barnið, sig
aptur í mót tilbjóðandi einum og sérhverjum eptir sín-
um efnum og sérhvers verðskuldau í allau góðan
máta þéna og þóknast meðan til endist, hvað góðri
guðs náð befalað sé. Svo só nú þetta ungmenni og
vér allir góðum guði gefnir og befalaðir, bæði i þessu
ljósi og öðru fyrir vorn herra Jesum Christum Amen.
Dýrð sé guði i upphæðum, friður á jörðu og mönnum
góður vilji. Amen.
J) Svo hdr réftara : hálft tólfta (111/,),