Blanda - 01.01.1923, Page 77
71
En Reykjavikurlífið kaíði lika sínar skuggahliðar;
þannig voru árið 1811 tvær stálkur ungar, önnur
dóttir góðs borgara, og hin varð kynsæl vel, „teknar
undir cur á opinberan kostnað sem smitaðar af ven-
Brisk Sygdom“.
Ýmsir óknyttir áttu sér stað, og sunair hálf kátlegir,
svo sem þegar tólgarskjöldur með kattarhræi innan i
var lagður inn í húð, eða ull var lögð inn með svo
^iklu af sandi í, að seljandinn, gamall stúdent í nær-
aveitunum, var sektaður fyrir það um 2 rdl. til fá-
tækra. Drykkjuskapur, og óspektir sem af honum
leiddu, var mjög tíður. Einu sinni var prestur einn
eugafullur á götunum „með hávaða og drykkskapar-
elark, og sáu margir hvernig hann lét.“ Hann var
sektaður urn 4 mörk til politikassans og 10 rdl. í
prestsekknasjóð.
Þegar Jónas Hallgrímsson var hér veturinn 1841—
42, bjó hann í Hákonsenshúsi, nú Aðalstræti 8, og hafði
þá engan stundlegan frið fyrir miðaldra ekkju einni,
svo hann kærði það loks fýrir bæjarfógeta, er þá var,
Stefáni Gunnlaugssyni. Hann kallaði ekkjuna fyrir
8*gj gaf henni áminning um að hætta allri ásókn á
Jónas eptirleiðis, „hverju hún hátiðlega lofaði, og að
hún hér eptir hvorki skyldi standa við glugga hans
eða ganga eptir honum á götunni eða annarsstaðar,
jé, jafnvel ekki líta við honum eða í þá átt, sem hann
væri, svo enginn tæki það svo, sem hún liti til hans,
°g vegna þess ákomna orðróms var pólitiþjónunum
stranglega uppáboðið að gæta að hennar aðferð fram-
vegis, og handtaka hana, ef hún bryti á móti því hér
að framan skrifaða, og færa hana hingað til frekari
ráðstöfunar, þar eð ekkert hneykslanlegt athæfi og við-