Blanda - 01.01.1923, Page 96
90
Skallagrímshaugur.
Ávið J 866 rauf Andrés Fjeldsted Skallagrímshaug, og tóku
þeir félagar þá eptir því, að það mundi hafa verið farið
i hauginn einhvern tíma áður (sbr. Forngripasafnsskýrslu
II, Kh. 1874, bls. 45—46 og Árbók hins ísl. fornleifafélags
Rvik 1887, bls. 7—8), en eingar sagnir voru þá kunnar,
er greindu neitt um, hvenær þetta hefði verið gert. Til er
i kvæðabók einni í safni Árna Magniissonar (Nr. 148. 8vo,
bls. 15 — 16), sem rituð er i Vigur 1676—1677, visa nokk-
ur, er sýuir, að Skallagrímshaugur hefir verið rofinn ein-
hvern tíma fyrir það ár (1676). Visan getur vel verið nokkru
eldri en 1676, en þó ekki svo gömul, að hún verði heim-
færð til 16. aldar. Hefir því haugurinn verið rofinn ein-
hvern tíma annaðhvort á fyrri hluta 17. aldar eða nokkru
siðar, svo sem 1650 — 1670. Vísan er að bragarhætti trölla-
slagur. (J. Þ.).
Ein vísa um Skallagrims kaugbrot.]
Skalla mjalla skríns gull
skýlist og kvílist, jörð sýlist,
lætur mætur leiks strit
leingi með spreingi þjá dreingi,
nema komi í nás kam
nökkur svo dökkur, fljótt sökkur;
rái, snái rótt á, 5“
rati og fati sá snati;
Þorleifs norðan úr þingi1)
þeir til hingað springi,
að sig beri,
einninn geri
undra mikla kyngi.
Aungvar klukkur kringi!
Einginn prestur syngi!,
1) Hver veit, nema þetta eigi við Þorleif lögmann Korts-
son (d. 1698). Hann bjó & Þingeyrum 1663 og leingi síðan.
Sbr. ísafold 1890, XVII, 28, bls. 111—112.