Blanda - 01.01.1923, Page 99
93
sem við var mælt, sonur bóndans í Hellisboltakoti
(sem nú er í eyði) svaraði: „Það hef eg ekki talað,
en eg hef talað það, að þér hafið borðað krókasteik-
ina.“ „Jæja,“ sagði sira JÞórður, „það var þolanlegra,
og þakkið þér mér nú.“
Ýmsir ræðustúíar og bæntekningar síra Þórða'r hafa
geymzt í minni manna til skamms tíma, néttúrlega í
dálítið mismunandi útgáfum. Þetta er ræðustúfur:
Ff allir menn yrðu að einum manni, allir hestar að
einum hesti, öll fjöll að einu fjalli, allir steinar að
einum steini, og öll vötn að einu vatni, þá skyldi sá
stóri maður stíga upp á þann stóra hest, taka í hönd
sér þann stóra stein, ríða með hann upp á það stóra
fjall og kasta konum þaðan ofan í hið stóra vatn, þá
segði mikið bullum hlunk. Eins mun verða þegar þessi
veröld hrapar til kelvítis.
Þetta er annar ræðustúfur (sem af sumum er þó
eignaður öðrum):
Hann Jón hérna í kotinu átti sér hest, vakran reið-
hest. Og þegar hann var búinn að ala hann í vetur
og í fyrravetur og veturinn þar fyrir, þá reið hann
honum til kirkjunnar, og þá réð hann ekki við hann.
Og þegar hann fór upp með ánni, sá hann einn örn
og einn lax. Og örninn var fastur með fótinn í laxin-
um og laxinn vildi rifa undan erninum lærið. Góðir
hræður! Svona fer djöfullinn með oss. Þegar við erum
húnir að ala hann í vetur og i fyrravetur og veturinn
þar fyrir; meinið þér ekki, að hann muni þá vilja rifa
undan oss hið andlega lserið ?
Þetta er einn ræðustúfur, er síra Þórður skýrði,
hvað það væri að „höndla hnossið“ :
Hnossið skyldi vera græna hettan hans Sturlaugs
á Kotlaugum. Það skyldi setja hana upp á Lúsíukól
(örnefni í Reykjadalstúni). Og svo skyldu báðir hlaupa,
hann Pjósa-Árni og hann Guðmundur á Kópsvatni. Hvor