Blanda - 01.01.1923, Page 121
±15
kona, þrekmikil og kjarkgóð, og þurfti á því að halda
um sina daga; gáfuð var hún og vel innrætt.
4. Ingibjörg, dó 8 ára.
5. FríÖmey, fædd á Rauðamýri, 16. des. 1859; hún
ólst mest upp á Kleifum i Gilsfirði hjá Eggert Jóns-
syni 0g Ingveldi Sigurðardóttur, og dó hún þar 1883,
24 ára ógift.
6. Sigmundur, fæddur í Bolungarvík í júní 1861,
giftist 1892 Kristínu Kristmannsdóttur úr Stranda-
sýslu, Kristjánssonar frá Neðri Brunná, Bjarnasonar á
Saurhóli. Sigmundur var húsmaður í Bolungarvík á
lifi 1912.
7. Vesteinn, dó 10 ára.
8. Guðbjörg, dó i æsku.
9. Andvana.
10. Björn, fæddur á Hvítanesi, 2. Sept 1868; giftist
1897 Helgu Sveinbjörnsdóttur frá Súðavík Egils-
sonar; hans ætt var fyrir sunnan, en Sigriður
kona Sveinbjarnar, og móðir Helgu, var dóttir Bjarna,
er lengi var á Seljalandi í Álptafirði. Þau hjón
áttu 6 börn á lífi 1907, það elsta 13 ára, en það
yngsta á 1. ári. Björn var atorkumaður mikili,
og með bestu farmönnum við Djúp. Hann var hús-
maður á Eolafæti, þegar hann dó úr lungnabólgu á
sjúkrahúsi á ísafirði 14. mars 1915, og lét eftir sig
konu og börn.
11. Guöbjörg yngri, dó í æsku.
12. Ólafur Ingileifur, dó í æsku.
13. GuÖný, fædd á Eolafæti 21. apríl 1872; fékk
mjög gott orð fyrir dugnað og var vel verki farin,
gáfuð og vönduð stúlka; var ógift í Súðavik 1909, og
á lífi 1912.
14. Búi, fæddur á Kolbeinseyri 17. júlí 1877; bar
nafn Búa prófasts á Prestsbakka, er Jóni föður hans
var kær sem faðir. Búi var atorkumaður mikill og
8*