Blanda - 01.01.1923, Page 142
136
kirkjum um dimmar nætur. Hann rakti alla drauga-
sögustaði, er hann heyrði getið um, að reimt ætti að
yera i. Dvaldi hann opt úti á þessum skuggalegu
stöðum um dirnmar nætur meiri og minni tíma, en
fekk þó aldrei að verða neins var. Maður einn hafði
sagt honum, að með þessari aðferð sinni og rannsókn
væri engin von, að hann yrði neins vís nokkurn tima,
þvi engin beigur eða ótti væri til í honum, en eitt-
hvað af þvi hlyti að vera til hjá öllum, sem yrðu þess
varir, er dularkent væri. Eitt sinn var Jón á ferð á
yngri árum sínum, sunnan úr Reykjavík; fór hann þá
upp á Akranes og kom á Skipaskaga. l>á var þar i
Litlabæ á Skaganum frændkona Jóns, Guðleif ekkja,
dóttir Halls, er lengi bjó í Bersatungu, Hálfdanarsonar.
Guðleif hafði mist Guðraund mann sinn ofan um is á
Gilsfirði; þá var Gróa dóttir þeirra á 8. ári; dreymdi
hana þá föður sinn, og kvað hann við hana þessar
tvær vísur í svefninum:
Eg veit þú grætur viðskil mitt,
vafin lyndis trega.
Guð mun bæta bölið þitt,
barnið yndislega.
Drottins mildi elsku af,
inni eg það með sanni,
allar skuldir upp mór gaf
aumum gaungumanni.
Sagði hann henni að segja frá vísunum, þegar hún
vaknaði, því hún kynni ekki nema satt að segja. Syn-
ir þeirra Guðleifar og Guðmundar voru: Þorlákur
Hálfdan Guðmundsson skáld á Hafaarhólmi, sem fyrr
er getið, og Jón Guðmundsson; bjó um tíma í Haga
á Barðaströnd, þriðji maður Valgerðar Jónsdóttur frá
Hamri. Eptir það Guðleif misti mann sinn, flutti hún
gig suður á Akraues, og var þar lengi bústýra hjá Jóni