Blanda - 01.01.1923, Page 155
149
ýmsar frásagnir um síðustu ferð Eggerts, er Daði lieí'ur
eptir nákunnugum mönnum þar vestra, og aldrei hufa
verið prentaðar, þykir rétt að láta frásögn hans um slys
þetta og uðdruganda þess verða samferða rimum Árna,
því að hvorttveggja eru litl kunnar heimildir, sem eiga
skilið að birtast á prenti, eins og allt sem snertir æfiferil
og aldurlila jafn mikilhæfs manns, sem Eggerts Olafs-
sonur. Rímurnar standa einnig í sambandi við frásögn
Daða, meðal annars uð því leyti, að hún virðist gefa
nokkra bendingu um, hversvegna Jón Arason hetur feng-
ið Árna til að yrkja þær. Daði segir hiklaust, að Jón
Aruson og hásetar hans hafi verið sjónarvottar að slys-
inu, en þeir hafi ekki viljað hufa það í hámælum. Hvað,
sem vera kann hæft í þessu, þá er allsennilegt, að ein-
hverjar sérstakar ástæður hafi verið til þess, að Jón
Arason lél yrkja rímur út af förinni vestur, þar sem
þessa atriðis er að engu getið, og liggur þá næst að
setla, að hann hafi gerl það til að firra sig vitum eða á-
mæli fyrir að hafa ekki reynt að hjarga Eggert, því að
snemma hafa víst sögur mynduzt um, að hann liafi séð,
hvernig skipi hans reiddi af. Og Jóni hefur verið þessi
orðrómur því óþægilegri, sem vitanlegt var. að honum og
Eggert hafði á milli borið í orðum, áður en lagt var úr
Skor. En þótt það væri rétt hermt, að Jón og hásetar
huns liefðu horft á skiplapann, sem ósannað er, hefði ef-
laust verið ógerningur fyrir þá á minna skipinu að koma
hinum til hjálpar í því ofviðri, er þá hefur þegar verið
skollið á. Rímurnar munu því liafa átt að hrinda þeirri
„lygi“ af Jóni og hásetum lians, að þeir hefðu verið sjóu-
arvottar að drukknun Eggerts.
H. Þ.