Blanda - 01.01.1923, Page 226
220
siðan. Var þá ekki eptir af auði Jóna nema keima-
jörðin Stóri-Núpur og bú hans þar. En búið stráféll
veturinn 1784. Sá vetur var næstur eptir Skaptáreld-
inn og kallaður Rtúfnr á Suðurlandi. Þá flosnaði Jón
upp frá Núpi. Bygði hann jörðina Kristínu Þorsteins-
dóttur, ekkju Eii'íks bónda í Bolholti og formóður
„Bolholtsættar11. Var mér sagt, að Jón hefði ritað
byggingarbréf Kristínar í kirkjubókina fyrnefndu og
tiltekið þar nákvæmlega. livað hann áskildi hvorri
hjáleigunni, er synir hans bjuggu á. Var ætlað, að
þær hefðu þar hait betri hlut, en Núpsprestum hefði
þótt hæfilegt siðar, og mundi bókinni ekki betur við
haidið fyrir það. Svo sagði mér Ingigerður gamla í
Skaptholti (ekkja Gests, er hvarf), að hún hefði heyrt
þetta. Kristín bjó eitt ár á Stóra-Núpi. Síra Oddur í
Steinsholti1) kærði fýrir biskupnum, að „inventarium“
Núpskirkju, virt 119 rd., stæði inni hjá Jóni, og ætti
hann ekkert að borga með nema jörðina. Biskupar
voru Jóni ekki hlynntir. Var málið lagt fyrir alþingi,
en það dæmdi (1789), að jörðin skyldi falla i eigu
kirkjunnar. Konungsstaðfestingu þótti þó þurfa, en
eigi þótti eigandi undir því, að konungur áliti alþing-
isdóminn löglegan; var því konungi skrifað, að kirkjau
væri ónýt og yrði að endurbyggjast, en eigandi hefði
ekki efni á því. Var beðið leyfis að selja jörðina til
þess. Konungur úrskurðaði, að það skyldi gert. Jörðin
var samt aldrei seld, þvi kirkjuna þurfti ekki að
byggja. Hefir Stóri-Núpur síðan verið „beneficium11.
Eptir Kristinu hafði Magnús Jónsson (tengdafaðir
Gottsveins) tekið Stóra-Núp. En þá er allt var til lykta
1) Það var ekki síra Oddur, heldur fyrirrennari hans,
síra Sigurður Magnússon, síðar prestur í Miklholti, er
kærði Jón Thorlacius fyrir óskil á innistæðu kirkjunnar,
þá er hann flutti frá Núpi að Rauðárhól 1784. (H. £>.)•