Blanda - 01.01.1923, Page 245
237
dyr em norður úr forkirkjunni og garði þar að branda-
dyrum gömlu. Loptabær er nú mjög minnkaður og breiða
baðstofa. Haun var þrihúsahár, allþilaður1), með gler-
gluggum. Nú er það sem væn loptstofa, nýhýst aí séra
Iíjalta Þorsteinssyni. Loptabæjardyr horfa þvert við
portdyrnar, en brandadyr horí'a á sjó austur. I þver-
göngum yíir miðjan staðinn frá brandadyrum eru 19
bitar á lopti, og mjög sýndust þar viðir fúnir, en veggir
hrundir og skakkir.
Vm hirlcjuna. Hún var sögð 300 ára gömul af B. G.
S.2) gerð, flutt út fráa) heil, sett niðnr af þýzkum
snikka1 *) og Sigvalda langalíf; haus hæð á forkirkju-
staf að spori nær 5 álnir5), hins 4 álnir á rieðrastaf.
Laufverk er á henni allri með kór og forkirkju með
síau munstri hvorn veg. Klukkur fjórar hanga i for-
hirkju, þær allar forstórar; tjöld eru um alla kirkju og
kór og fordúkar fagrir með myndum og bílætum, samt
töflum og bréfum. Millum kórs og kirkju er fagurt,
skinandi snikkverk með fjórföldum pilárum og sex
höfðingjasætum eður stúkum þar, hurð á járnum, stór
lektari nær mannshæð. Kórinn er 8 álnir undir bita,
u®r eins langur (að pródikunarstólnum) sem kirkjan;
aht er eins hátt og breitt, kór, kirkja og forkirkja.
Utbrot eru svo stórmikil, að 40 manns má þar vera,
°g sjást ei úr kór nó kirkju einn þeirra. Svo fögur
hílæti voru millum kórs og kirkju sem iifandi menn.
1) Svo hdr., mun eiga skiljast svo, aó þessi „loptabær“
ldh haft þriggja húsa lueð, alþiljaður og með glergluggum.
2) Líklega misritað fyrir B. E. S. (Birni Jórsalafara).
' urla hefur þó kirkjan verið svo gömul, og naumast eldri
611 há tið Björns rika, sem kemur heim við smíð Sigvalda.
^) þ. e. utanlands frá.
L) Svo lidr.
h) þ- e. 33/j alin, þótt miðað væri við 18 þuml. alin.