Blanda - 01.01.1923, Page 265
257
vel brúkanlegt sé, og svo leingi, að heilagri þjónustu-
gjörð verður við magt haldið við sömu kirkju.
Þar skal flytja níu messur á óri, þrjár á sumar, en
sex um vetur. Skal prestur að Káliafelli hafa níu álnir
fyrir messu hverja á veturinn, en á sumurin sex
álnir, auk venjulegra prestskylldna. Skal kirkjubóndi
það fé iúka í gildum landsaurum. En vilji eptirkom-
endur sýslumannsins ísleifs Einarssonar ei þetta gjalda,
þá skyldast prestur ei til að messa framar en hann
vill. Prestur skal eiga þar gisting sæmilega fyrir sig
og hest sinn svo opt sem hann embættar, og betala
aungvu.
Heimatíund og Ijóstollur falli til kirkjunnar að
í’elli. Eru þá eignarmenn skylldugir kirkjunni við að
flallda við góða hefð og magt, svo leingi þeir vilja
þar h(eilaga) þjónustugjörð fremja láta.
Verði þessi kirkja fullgjörð, áður en biskup visiterar,
þá skal prófastur ríða þangað og í nálægð safnaðarins
vígja kirkjuna með guðs orði og góðum fortölum.
Hann skal og auglýsa þetta bréf sókninni og sóknar-
prestinum, svo ef þau hafa nokkuð iöglegt hór á mótr
eð segja, sem eg nú eltki veit, þá sé þeim það fritt
fyrir, og hafi það gjört fyrir næst komandi Alþing,
ella heyrist ekki síðar. Og að öllu þessu höldnu og
framkomnu, skal kirkjan að Pelli í Hornafirði hafa
saraa rétt og myndugleika sem aðrar kirkjur.
Óska eg, að veleðla og velburðugur'herra amptmað-
urinn Christian Muller þetta ofanskrifað ásamt með
fflér samþykki, og skrifa mitt nafn til staðfestu hér að
neðan með eigin hendi, og set mitt innsigli hór uudir.
Jón Th(orkelsson) W(idalin).
Sú eina skoðunargerð, sem til er á Eellskirkju, er
frá 30. Júní 1720, sama ár og ísleifur sýslumaður
andaðist, og er undirskrifuð af Högna prófasti Sigurðe-
Blanda II. i7