Blanda - 01.01.1923, Page 266
258
syni og Vilhorgu Jónadóttur, ekkju ísleifs sýalumanna:,
Lýsing á slikum bænhúsum og gögnum þeirra er sjald-
séð frá þessum tímum, þvi að biskupar, og euda pró-
fastar, litu sjaldan eptir þeim. Er kafli úr þessari skoð-
unargerð svo látandi: „Kirkjan er nú sjálf vel stand-
andi, nýlega endurbætt, með prédikunarstól prýðileg-
um og kostulegu skápaltari. Item á kirkjan eina
klukku og messuklæði vel sæmileg og vel prýtt alt-
arisklæði, einninn kaleik með patínu, hvorttveggja af
silfri. Item er hér klukka (til) láus frá Kálfafelli; þriðja
kórbjalla hljóðgóð. Item vel sæmilegar tvær messing-
pípur og skírnarfat vel sæmilegt afmessing. Spóntjald
i kór og lopt fram í kirkjunni, aíhulið með spóntjaldi;
glergluggi yfir altari og annar yfir prédikunarstól;
bekkir fóðraðir umhverfis i kirkjunni; hurð á járnum
með skrá, lykli og koparhring. Einninn er kirkjan
þiljuð í hólf og gólf, með reisifjöl."
En þessi dýrð Fellskirkju varð ekki Jangæ, þvi að
1747 segir Sigurður sýslumaður Stephánsson, að þá sé
„sú kirkja, orðin í eyði“ (Blanda I, 32). í skýrslu
Bergs prófasts Guðmundssonar frá 11. Apr. 1766 segir:
„Kirkjan á Felli hér í Hornafirði, er nú fyrir omtrent
30 árum af feld, og þaðan burt flutt af proprietario
þeirrar jarðar.“ Eptir dauða Jóns sýslumanns ísleifs-
sonar (1732) mun litt hafa verið um kirkjuna hirt.
Hún var skipuð af með kgsbr. 17. Mai 1765 (Lov-
saml. f. Isl. III, 525).
Á Felli var ekki gröptur, og ísleifur sýslumaður
sjálfur, sem lét setja kirkjuna, var grafinn að Kálfa-
felli 6. Apr. 1720 (Blanda I, 7, 8), einmitt þá, þegar
Fellskirkja stóð í sem mestum blóma.
Jörðin að Felli þótti kosta jörð, en gekk m jög af sér
á siðari tímum fyrir jöklahlaupum, og er nú í eyði.
Eptir húsvitjunarbók Kálfafellsstaðar hefir þar verið
tvibýli óslitið frá 1849—1868. f>á bjó þar allan þann