Blanda - 01.01.1923, Page 301
293
um; lærði hann þar sjó, og reri seinast hjá honuiu
sjálfum. Hann var þar í mannskaðaveðrinu þvi, er séra
Þorgeir orti Hrakningssálminn um1), ásamt tveimur
öðrum Borgfirðingum, Torfa sál(uga) í Bæs), er átti
fyrir konu Ólöfu Ketilsdóttur prests frá Lundi Einars-
sonar prests, og var þeirra son Guðmundur sál. í Bæ
faðir séra Sveinbjarnar i Kirkjubæ3). Hinn var Magnús
Magnússon, kallaður Glímu-Mangi; hann var stjúpfaðir
Þórdísar á Háteig á Akranesi4), móður Þórðar danne-
brogsmanns, sem var fyrst í Skildinganesi, en dó á Bakka
á Seltjarnaruesi5), föður Einars prentaraí Beykjavík. En
að liðnum 5 árum giptist Sveinn og setti bú í Skarðs-
koti; það er 6 hundruð að dýrleika, en notagott og
hefur mikið fjallland, og er það óskipt og liggur rétt að
kalla að túninu á téðu koti. Hann hafði 50 ær í kví-
um fyrsta árið, sem hann bjó, og 20 sauði roskna
átti hann á fjalli, og þó nokkuð af yngri sauðkindum.
1) Þetta veður var 27. febr. 1758, og fórust þá 6 skip
af 10, er róið híifðu þar syðra. En sálmur séra Þorgeirs er
prentaður i ljóðmælum hans (Yiðey 1841 og optar;. Hafði
séra Þorgeir verið dæmdur frá æru og embætti m. m. fyrir
fölsun á vigtarseðli kaupmanns í Keflavik, fékk æruna
aptur, en embrotti ekki, iðraðist mjög yfirsjónar sinnar
(sbr. Iðrunarsaltara hans, prentaðan á Hólum 1755). Hann
dó i Fúlavík (Fuglavík) á Miðnesi 1769.
2) Torfi var sonur Guðmundar Stefánssonar i Bæ og
Helgu Torfadóttur prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
Hannessonar.
3) á Rangarvöllum. Hann var síðast prestur í Holti undir
Eyjafjiillum (f 1885).
4) Foreldrar Þórdísar voru Gísli Kaprasíusson i Bræðra-
parti og Ólöf Arnþórsdóttir, er siðar hefur átt Jiennan Glímu-
Manga. En maður Þórdísar var Jón í Háteig son Einars
prests Torfasonar á Reyniviillum, er fannst dauður undir
Svínaskarði sumarið 1758.
5) Hann dó þar 17. júní 1846, 69 ára.