Blanda - 01.01.1923, Page 307
299
heilsar hsbveraklega; hann tekur því mikið blíðlega og
segir hann velkominn að koma inn með sér, lét setja
upp veizlu og gerði við, eins og væri stórherramaður
og vinur hans. Þegar degi var lokið kallaði hann á
helztu þjónustu sína, og skipar hann henni að fylgja
gestinum til rúms og láta hann sofa í heldri gesta
rúmum, og færa honum hrein nærföt. £>etta undruðust
allir, því hann var þessu aldrei vanur. En um sama
hil hittir hann dóttur sína, gengur að henni hlæjandi
og segir: „Nú Sigriður min. Hvernig lízt þér á gest-
inn?“ Hún svarar: „Ekki er á að litast, það veit eg,
að þeir eru ekki allir efnilegir siglingamennirnir.11
Hann gegndi: „Þú skalt tala varlega, þetta verður
fflaðurinn þinn." Hún svaraði: „Varla trúi eg því.“
En hann sagði, að sú mundi raunin á verða. Dvaldi
hann þar um tima og brúkaði amtmaðurinn hann til
ráða sinna, og reyndist mikið heppinn í öllum sinum
ráðum og fyrirtækjum. Þá kaupmaður Marcus Pahl
sigldi, sem áður hafði reikninga fabrikkunnar, kom
þeim saman amtmanni og Skúla að kjósa Ólaf til þess
embættis, því hann var mikið góður i reikningi, þar
með heppinn og grundaður í öllum sínum fyrirtækjum,
°g elskaður af öllum, er hann einhver kynni af hafði.
Hvað lengi hann hefur þar verið veit eg ei, en það
hefur víst ekki verið mörg ár, því 1756 var hann orð-
inn vísilögmaður og það sama ár mun hann hafa siglt
i máli Hans Klingenbergs amtmannsins vegna1) undir-
eins og hann kom með brúðarskartið, því að hann
astlaði að giptast, þegar inn kæmi aptur, en hvort það
var saraa ár, kann eg ei víst að segja; það var eptir
1) Magnús nmtmaður sigldi sjúlfur í því máli 1768, og
varð fyrir sknkknfalli i þvf við hœstarétt, þó ekki vœri þvf
rajög á lopt haldið hér á landi, en málið f fyrstu hátt reist
at amtmanni.