Blanda - 01.01.1923, Page 309
301
lierma eptir, en í líkamsbeygingum var hann í engu
hina eptirbátur. Það var þá rétt komið að veizlulok-
um, en undir það kom upp ys upp við háborðið, en
brúðurin varð nokkuð ókyr, og kom höfuð hans upp
úr pilsopi hennar, en parrukinu var hann búinn að
týna. Söng hann þá þessa fáfengilegu vísu:
Aldrei dett eg ofan á þig á æfi minni,
hvort við erum úti eða inni
unntu þér í Drottins skinni.
Að þessu Iiðnu endaði veizlan og er ekki fleira, sem
i frásagnir sé færandi. Þrjá daga stóð hún, en hvern
af þeim þetta hefur verið veit eg ei, en ekki er ólík-
iegt, að þetta hafi verið að veizlulokum, eða undir það
menn slitu gleðina, því ekki er trúlegt, að þetta hafi
verið á sjálfan brúðkaupsdaginn, þegar saman var
gefið. Eptir veizluna og að skilnaði voru allir útleystir
uieð stórgjöfum. Voru þeir margir, sem gáfu, er burtu
viku. Þeir voru stórrikir, eiukum sýslumennirnir Pétur
Þorsteinsson úr Múlaþingi og Þorsteinn á Móeiðar-
fivoli í Rangárþingi, en aptur á móti var brúðar- og
jomfrúrskartinu útbýtt milli dætra þeirra. Jón Sveins-
son fékk og svo drúgan skerf fyrir ómak sitt hjá
borðgestunum. En afleiðing af gleði þessari var, að
þeir tóku Htilfjörlegan mann, þó ungan, sem átti heima
1 Reykjavík, ti) að vera alþingisskáld og yrkja um
böfðingjana. Var hann leirburðarsmiður mikill, og hefur
þáverandi visilögmaður Ólafur þekkt hann. Sá hét
Bragi og var Œssursson, bróðir Snorra föður Jóns
sál(uga) í Njarðvík og þeirra systkina* 1). Þeunan höfðu
1) Annur bróðir Braga var Þorkell Gissurarson í Miðdal
1 Mosfellssveit, sem fjöldi fólks er frá kominn. En faðir
þeirra bræðra Braga, Þorkels og Snorra var Gissur á Hofi
ú Kjalarnesi, son Braga Gissurarsonar á Lambastöðum, er
drukknaði í mannskaðaveðri miklu 8. inarz 1700, og Guð-