Blanda - 01.01.1923, Page 315
307
Amtmanninum ber eg blað
barms í huli dulda,
en eg get ei afhent það
andskotans fyrir kulda.
Gaf amtmaður honum brennivinspott; var hann þar
opt svo vikum skipti og vann sem vinuumaður, en
amtmaðurinn fæddi heimilið. Kvað Þorsteinn þess i
milli vísur, og var góður vinur kvenfólksins. Mest
voru rímur, er hann kvað út af aðskiljanlegu efni, er
við bar, til að mynda í'ossrímu og Ferðamannsrímu
um mann, sem hét Hróbjartur, og var að sækja tróð-
hrís upp i skóg á einum hesti, af Akranesi; var
hann og gauðarmenni. Hann gat náð upp á hann um
daginn, en þegar hann um kveldið kom að Leirá, hvar
hann fékk sór næturgisting, og fór að taka ofan, æpti
hann mjög hátt, því þá vantaði mal hans, er hann
hafði bundið ofan á milli, leitaði i 2 daga, en fann
ekki, iyr en undir kveld seinni daginn, þá i heiraa-
tröðunum. Út af þessu efni kvað Þorsteinn langorða
rimu, breytti mikið eptir rímunni af Sigurði Raunku-
fót, er þjóðskáldið séra Stefán í Valianesi hafði áður
kveðið. Þriðju rimuna kvað hann, er hann kallaði af
greifanum Stoides.
Um þessar mundir var sýslumaður Jón Árnason á
Ingjaldshóli. Hann var ættaður úr Múlasýslu og var
allríkur lausamaður faðir hans1); hefur væntanlega lært
i Skálholtsskóla, — þó er mér það óljóst. — Hann
sigldi og fékk þar hylli stórmenna. Meðal annars varð
hann vinur konferenzráðs Jóns sál. Eiríkssonar, og að
hans tilstilli ritaði hann bókina: „Om den islandske
Rettergang.11 Óx þá vegur hans stórum, en sagt er þó,
að Erichsen hafi mikið lagfært hana og hann á formál-
1) Faðir Jóns sýslumanns var Arni Þórðarson liinn ríki,
stórbóndi á Arneiðarstöðum í Fljótsdal.
20'