Blanda - 01.01.1923, Page 320
312
Æfisögubrot
Þórarins öóklbindara Syeinssonar.
Eg er fæddur i Skarðskoti í Leirársveit, og var fað-
ir minn Sveinn Þórðarson, en móðir Þórdís Oddsdóttir.
Bjuggu þau hión þar 30 ár, áttu saman 5 börn: 3
syni og 2 dætur. Dóu þær ungar, en vér bræðurnir
komumst allir til aldurs. Vigfús var elztur og fæddist
hann nálægt þeim tima, er foreldrar okkar reistu bú1 2);
þar eptir eða 2 árum seinna ól móðir okkar dóttur,
sú hét Þóra og dó 9 ára8). Dar eptir átti hún son, er
Dórður hót3), en tveim árum þar eptir dóttnr; hún
nefndist Sesselja, dó hálfsmánáðar4). Ejórum árum
seinna fæddist eg; það var 1777, 4. septeinber5), og
var þá Vigfús bróðir minn 15 ára, en í>órður 6 ára.
í skírninni nefndiat egÞórarinn, og voru guðfeðgin mín6 *)
1) Hann var fæddur um 1763, átti Guðrúnu Eldjérnsdótt-
ur og eina dóttur Þórdísi, bjó fyrst ! Skarðskoti, var síðar
i vinnumennsku hjá Þórarni bróður sínum í Þerney og
Brauturholti, dó á Súlunesi í Melasveit 23. mai 1835.
2) Hún dó 9. ágúst 1776, 10 ára,
3) Hann var fæddur 22. mai 1772, og verður síðargetið.
4) Hún var fædd 25. júní 1776, dó 28. júlí s. á.
5) Þótt undarlegt sé fer höf. hér rangt með bæði feð-
ingarár og fæðingardag, því að samkvæmt prestþjónustu-
b<ik Melaprestukalls (í Þjóðskjalasafni) er Þórarinn feddur
í Skarðskoti 21. ágúst 1778, og skírður 23. s. m. af sókn-
arprestinum séra Arngrími Jónssyni, og ldýtur það að vera
rétt. Hann var fermdur 14 vetra 1792. En Þórarinn hefur
ávallt talið fæðingardag sinn 4. sept 1777, hvernig sro sem
á því stendur.
6) Guðfeðgin Þórarins voru, satnkv. prestþjónustubókinni
Elín Jónsdóttir, Jón Jónsson (ellaust Jón mágur hennar)
i Efraskarði og Þorgeir Iilhugason, en ekki Jón Illhugason.