Blanda - 01.01.1923, Page 387
379
samt mun það til lýta
„að vera komiun af mönnum
og kunna sér ekki að snj’ta“.
Hefi eg lærdóms hatað kver,
hvoptinum hringt sem bjöllu
„fyrir það fyrst af öllu“.
Laungum mislynd lukkan er,
lízt mór furða valla,
þótt hún hafnað haíi mór,
helzt má forþónt kalla,
vegurinn dauður, virðing þver,
„veröld býður kosti tvo“
„einu sinni eða svo“.
Visur þessar eru margar, og málshættir Guðmundar í
hverri, en ekki kann eg fleiri.
Mjög þverruðu eigur Guðmundar, og bilaður var hann
þá orðinn, er hann hafði feingið i drykkjuslarki sinu,
eu það var með þeim hætti, að kviðslit hafði hann
feingið, svo að allir þarmarnir hlupu ofan i punginn,
eða að það hefur verið eitthvert „rusl, rusl“, eins og
Guðmundur sjálfur nefndi það, þvi (að) hins vegar hefði
hann vart lifað. En svo var þetta „rusl“ mikið, að
ekki fór minna fyrir því, með umbúðunum, i brókum
hans en mundi vera júfur undir nýborinni kú. Hætti
hann þá búi á Kalastöðum, og skildi hann við konu
sina illa út leikua, og lágu honum allir á hálsi þar
fyrir. Fór þá Anna að Einifelli, og var þar húskona.
Mun hún i skiptum þeim, er gerð voru á búi þeirra,
hafa fengið þá jörð, — er hún 24 hundruð, — og
Langholt. En Guðmundur fékk Kalastaði og kotið.
Um Önnu var þetta kveðið:
Kann iþróttir klæðasniðs
kyrtla sólin margskonar
háleit dóttir himnasmiðs
haga Ólafs Jónssonar.