Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 22
334
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREI&lN
Viðburðirnir í Manchúríu höfðu gerst í svo skjótri svipan, að
Þjóðabandalagið hafði alls ekki haft tíma til að
la'gíð3! vand- ^tta s'2 n þeim, en það sjálft í tíu þúsund kíló-
ræðum. metra fjarlægð frá atburðunum, sem voru að
gerast í Manchúríu. Japanar snerust illa við því,
að Þjóðabandalagið blandaði sér í málið, kváðu það algert
einkamál Japana og Kínverja, neituðu að fara með hersveitir
sínar úr Manchúríu, meðan lífi og eignum Japana þar vaer>
nokkur hætta búin og töldu nauðsyn á, að halda uppi lö3'
gæzlu í landinu, þar sem sýnilegt væri, að Kínverjar vaeru
ekki menn til þess. Þjóðabandalagið var í vandræðum. Þetta
var stærsta deilumálið, sem til þess kasta hafði komið. Hér
voru tvö stórveldi komin í hár saman, og mjög erfitt að skera
úr, hvort hafði réttara fyrir sér. í þrjár vikur var málið raett
í Genf. Bandalagið hefur sent áskoranir, fyrirskipanir og til-
lögur austur til Kínverja og ]apana, en lítt hefur þetta stoðað
enn sem komið er. Oöld hin mesta er : Manchúríu. Er enn-
fremur talið, að ráðstjórnin rússneska rói þar undir gegn JaP'
önum, en eins og kunnugt er, hefur lengi verið grunt á ÞV1
góða milli ]apana og Rússa. Hefur slegið í bardaga hvað eftir'
annað milli Kínverja og ]apana, og Þjóðabandalagið virðist
máttlítið í þessari deilu, nema gripið sé til þeirra ráða, sem
ýms blöð Vesturlanda heimta, að sent verði herlið austur td
að skakka leikinn og koma í veg fyrir með valdi, að nyr
heimsófriður brjótist út.
En Þjóðabandalagið er í vandræðum með fleira en þessa
deilu austur í Asíu. Það á fult í fangi með að varðveita fr*p'
inn heima fyrir í Evrópu. Þjóðverjar eru líklegast sú þjóðin’
sem sízt mundi geta leiðst út í nýja styrjöld, en ástandið '
landinu er þannig, að menn óttast byltingu. Hernaðarskuld'
irnar hvíla á þeim eins og farg. Ársfresturinn, sem Hoover
kom í kring, virðist ætla að koma að litlu haldi. Þjóðverjar
bjuggust við að geta greitt í vörum afborgan,r
og vexti af skuldunum. En háir tollmúrar errl
að gera þessa leið ófæra. Stjórnin þýzka a 1
vök að verjast fyrir nazistum og sameignar
mönnum (kommúnistum). Forsætisráðherrann.
Htur svo á, að öruggasla leiðin út úr ógÖnSun
Þjóðverjar
og ófriðar-
skaðabæt-
urnar.
dr. Brúning,