Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1931, Page 34

Eimreiðin - 01.10.1931, Page 34
346 UM BVQQINQU STJARNANNA eimreiðin línur lofttegundanna, sem sýnast dökkar í björtu umhverfi. Oft ber sérstaklega mikið á línum viss efnis eða efna, t. d. vatnsefnis, heliums, málmgufu o. s. frv. Nú er það staðreynd, að línurnar haga sér algerlega eftir hitanum. Beri mikið á vatnsefnislínum, er stjarnan 12000° heit, en sé mest um helium- línur, er hitinn 16000—24000 stig, eftir styrkleika línanna. Öllum stjörnum má skipa í 12 höfuðflokka eftir útliti lit- rófsins. En milli flokkanna eru engin skörp takmörk, heldur breytist litrófið í óslitnu áframhaldi frá flokki til flokks. Hver flokkur hefur vissan meðalhita. Gangur línanna í litrófinu frá köldustu til heitustu stjarna •er sem hér segir: I fyrstu er mikið af línum ýmsra efna- sambanda, sem eiga hinum tiltölulega lága hita tilveru sína að þakka. Þá taka við málmalínur í flokki þeim, er sólin fyllir. Þá vatnsefnislínur, heliumlínur, og loks hverfa þær einnig- Hvaða þýðingu hefur þessi gangur línanna? Þýðir hann það. að með vaxandi hita hverfi t. d. málmar af yfirborði stjarnanna? Lausnin er þessi: Með hitanum breyta efnin svo ástandi sínu, að þau senda frá sér alveg nýtt litróf. Að járnlínurnar vantar í litróf 12000 stiga heitra stjarna þýðir því, að járngufan er ekki lengur til í sinni venjulegu mynd, við þenna feikna hita, eg að nýju línurnar eru ósýnilegar. — Frumefnið rubidiuff þolir tæplega 6000° hita. Er því ekki að furða, að sólblett- irnir, sem eru 1000° kaldari en aðrir staðir yfirborðsins, séu einu staðirnir þar sem rubidium finst á sólinni. Það er fleira en hitinn, sem hefur áhrif á ástand efnanna. Einkum er þar að minnast á þrýstinginn, sem efnið verður fyrir af umhverfinu. Hver lofttegund er úr örsmáum ögnum, sem þjóta fram og aftur í rúrninu, sem lofttegundin fyllir Sé um ílát að ræða, kastast agnirnar fram og aftur miH* veggjanna, og það því hraðar sem hitinn er meiri. Minki maður ílátið, en hleypi engu lofti út, verða árekstrarnir örari og valda meiri þrýstingi á veggina. Það er alkunnugt, að þrýstingurinn eykst við samþjöppun. Sé þrýstingur og hiti loftsins kunnur, má finna tölu agnanna, og af þeim og stxrð ílátsins þéttleika loftsins. Nú er, eins og á var minst, mynd' breyting lofttegundanna háð hita og þrýstingi. Ef hitinn er þektur, eins og á sér stað um stjörnurnar, má reikna út við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.