Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 34
346
UM BVQQINQU STJARNANNA
eimreiðin
línur lofttegundanna, sem sýnast dökkar í björtu umhverfi.
Oft ber sérstaklega mikið á línum viss efnis eða efna, t. d.
vatnsefnis, heliums, málmgufu o. s. frv. Nú er það staðreynd,
að línurnar haga sér algerlega eftir hitanum. Beri mikið á
vatnsefnislínum, er stjarnan 12000° heit, en sé mest um helium-
línur, er hitinn 16000—24000 stig, eftir styrkleika línanna.
Öllum stjörnum má skipa í 12 höfuðflokka eftir útliti lit-
rófsins. En milli flokkanna eru engin skörp takmörk, heldur
breytist litrófið í óslitnu áframhaldi frá flokki til flokks. Hver
flokkur hefur vissan meðalhita.
Gangur línanna í litrófinu frá köldustu til heitustu stjarna
•er sem hér segir: I fyrstu er mikið af línum ýmsra efna-
sambanda, sem eiga hinum tiltölulega lága hita tilveru sína
að þakka. Þá taka við málmalínur í flokki þeim, er sólin
fyllir. Þá vatnsefnislínur, heliumlínur, og loks hverfa þær einnig-
Hvaða þýðingu hefur þessi gangur línanna? Þýðir hann það.
að með vaxandi hita hverfi t. d. málmar af yfirborði stjarnanna?
Lausnin er þessi: Með hitanum breyta efnin svo ástandi sínu,
að þau senda frá sér alveg nýtt litróf. Að járnlínurnar vantar
í litróf 12000 stiga heitra stjarna þýðir því, að járngufan er
ekki lengur til í sinni venjulegu mynd, við þenna feikna hita,
eg að nýju línurnar eru ósýnilegar. — Frumefnið rubidiuff
þolir tæplega 6000° hita. Er því ekki að furða, að sólblett-
irnir, sem eru 1000° kaldari en aðrir staðir yfirborðsins, séu
einu staðirnir þar sem rubidium finst á sólinni.
Það er fleira en hitinn, sem hefur áhrif á ástand efnanna.
Einkum er þar að minnast á þrýstinginn, sem efnið verður
fyrir af umhverfinu. Hver lofttegund er úr örsmáum ögnum,
sem þjóta fram og aftur í rúrninu, sem lofttegundin fyllir
Sé um ílát að ræða, kastast agnirnar fram og aftur miH*
veggjanna, og það því hraðar sem hitinn er meiri. Minki
maður ílátið, en hleypi engu lofti út, verða árekstrarnir örari
og valda meiri þrýstingi á veggina. Það er alkunnugt, að
þrýstingurinn eykst við samþjöppun. Sé þrýstingur og hiti
loftsins kunnur, má finna tölu agnanna, og af þeim og stxrð
ílátsins þéttleika loftsins. Nú er, eins og á var minst, mynd'
breyting lofttegundanna háð hita og þrýstingi. Ef hitinn er
þektur, eins og á sér stað um stjörnurnar, má reikna út við