Eimreiðin - 01.10.1931, Page 36
348
UM BVQGINGU STjARNANNA
eimreidik
Einhver hugsandi vera, sem ekhert þekkir fil lögmáls lífs-
ins hér á jörðunni, annað en að það er verðandi og þrosk-
andi sig, kemur í borg eina og virðir fyrir sér vegfarendur.
Hún sér menn af ýmsum stærðum og útlifi, börn, unglinga,
fullorðið fólk. Það vekur eftirtekt hennar, að ýmsir eiginleikar
breytast nokkurn veginn samhliða stærðinni, t. d. röddin, tenn-
urnar, húðin o. s. frv. Veran ályktar af þessu, að hér sé ekki
um ótal manntegundir að ræða, heldur sé alt ein og sama
tegundin á ýmsum þroskastigum. En hitt mun henni reynast
erfiðara, að komast að því, á hvorum enda raðarinnar sköp'
unin byrjar. Er maðurinn fyrst stór og minkar með aldrinum>
eða vex hann frá »dverg« til »risa«.
Stjörnufræðingurinn er hin hugsandi vera. Hann virðir fyriT
sér reglubundna röð stjarnanna og spyr sig: Eru þetta alt
óskyldir hlutir eða aðeins mismunandi aldursstig einnar og
sömu tegundar? Ganga stjörnurnar, þær sem svo háum aldri
ná, í gegnum öll stig raðarinnar? Skapast þær, vaxa, blómg'
ast, fölna, deyja eins og lifandi jurtir og dýr? Það liggur víst
ekkert nær en að halda það, enda er sú almenn skoðun
stjörnufræðinga.
Æfisaga stjarnanna verður sögð í lok þessarar greinar, en
hér skal minst á það, hvað stjörnurnar eru. Hvað yfirborðið
snertir hefur það, sem á undan er farið, þegar gefið svar
við því. En hvernig líta stjörnurnar út að innan? Hvernig
eru iður stjarnanna? Eru það líka glóandi lofttegundir, eða
ef til vill föst efni og fljótandi? Þessu verða ekki gerð hér
önnur skil en þau, að svara því til, að stjörnurnar munu
í gegn vera úr glóandi lofti. Það má því lýsa þeim þannig
í stuttu máli: Stjörnurnar eru hnattlöguð samsöfn af glóandi
lofttegundum.
Er þess að vænta, að munur sé á ástandi efnanna á yf>r'
borði og inn við miðju stjarnanna. En til þess að geta gert
sér hugmynd um þann mun, þarf að vita um þrýsting og hita
innan í stjörnunum. Aður en minst verður á rannsóknir, er
að því lúta, skal rætt nokkuð ítarlegar um yfirborð einnar
stjörnu, þeirrar, er okkur kemur mest við, sólarinnar.
Þektasta fyrirbrigði í sólunni eru sólblettirnir svonefndu.
Það eru dökkir deplar á sólunni og sjást oft við sólarupPraS