Eimreiðin - 01.10.1931, Side 46
EIMREIÐIN
Willard Fiske.
Aldarminning.
Eftir Richard Beck.
Rétt hundrað ár eru nú liðin frá fæðingu Willards Fiskes
prófessors. Værum vér íslendingar í sannleika gleymnir orðnir
og vanþakklátir, ef vér mintumst eigi aldarafmælis þessa öðl'
ings vors og hollvinar. íslerizka þjóðin á honum þá skuld
gjalda, sem ekki er auðmetin. Hann er ættbornum niðjum
hennar glæsileg fyrirmynd að ræktarsemi við íslenzkar mentir
og að áhuga á framförum Islands.
I.
Æfisaga Fiskes hefur skráð verið greinilega og næsta na*
kvæmlega á íslenzku. Verður hún því eigi sögð hér, nema 1
nokkrum höfuðdráttum, sem óhjákvæmilegir eru til skilninS5
á manninum sjálfum, en mér er hugleikið að bregða upp ^
sannastri og gleggstri mynd af honum í stuttu máli og skýr^
sem fylst frá störfum hans í þágu íslands og norrænna fræða >■
Daniel Willard Fiske var fæddur í Ellisburg í New ^°r
ríki 11. nóvember 1831. Fram í ættir átti hann að telja
merkra fræði- og athafnamanna. Hann var bráðþroska
gekk í æsku á ameríska skóla; en norræn fræði heilluðu sv°
hug hans, að hann hélt til Norðurlanda sumarið 1850 1
1) ítarlegust frásögn um Fiske á íslenzku er æfiminning hans;
eft'r
Boga Th. Melsfeö, sem Bókmentafélagið gaf út 1907. Gagnorð og san ^
orð er grein Halldórs Hermannssonar í „Eimreiðinni" 1905.
]óns Ólafssonar, í „Skírni" 1905, er því miður ónákvæm í ýmsun' ^
riðum. Styttri greinar um Fiske eru í öðrum íslenzkum blöðum og '
ritum. Nokkurn stuðning hef ég haft af ritgerðum þeirra Boga og j
dórs, en aðal-heimildir mínar eru þessi rit: Willard Fiske. Life
Correspondence. By Horatio S. White. New York 1925 — og Mentof13
of Wiltard Fiske. Collected by H. S. White. I—III. Boston, 1^20 .
White var aldavinur Fiskes og satnverkamaður, og í erfðaskrá stn'"
Fiske honum umsjá allra skjala sinna, bréfa og rita.