Eimreiðin - 01.10.1931, Page 49
EIMREIÐIN
WILLARD FISKE
361
Penna sínum, fræddi almenning um háskólann og sá um út-
9áfu ýmsra rita hans.
Fiske var lærður vel. Valdist þar hæfur maður í sæti, þegar
kann var gerður prófessor við Cornell. Og það er einróma
vitnisburður nemenda hans og samkennara, að hann hafi verið
hinn áhugasamasti og skemtilegasti kennari, höfðinglegur, en
vingjarnlegur í allri framkomu, og laus við þröngsýna smá-
munasemi. Hann hafði drukkið í sig anda hins »akademiska«
frelsis á Norðurlöndum og var miklu frjálslyndari í skólamál-
um en títt var um ameríska háskólakennara á þeim dögum.
Hann tók mikinn þátt í félagslífi stúdenta og varð ástsæll af
beim; rétti hann mörgum snauðum námsmanninum hjálpar-
hönd. Og þetta megum vér íslendingar sérstaklega muna um
Fiske háskólakennarann: hann kendi einna fyrstur, ef eigi
ðllra fyrstur, íslenzku við amerískan háskóla.
Ekki reyndist Fiske síður háskólanum nýtur maður sem
aðalbókavörður. Er því starfi hans vel lýst í þessum orðum:
>þegar hann kom að Cornell-háskóla, var þar alt í byrjun,
°9 þurfti því mikið starfsþrek til að koma bókasafninu fyrir
°9 í gott horf; að allra dómi tókst honum það, og þó hafði
haun jafnframt kenslustörfum að gegna. Hann hafði bóka-
safnið opið 9 stundir á dag, og þótti það einsdæmi þar vestra
' þann tíð; og hann útvegaði bókasafninu til kaups vönduð
s°fn einstakra manna*. (H. Hermannsson: »Eimreiðin« 1905,
hls. 107). Fiske unni fögrum bókum og fágætum og átti aðra
höfuðkosti góðs bókavarðar: víðtæka þekkingu, vandvirkni,
smekkvísi, verksýni og lipurð í umgengni. Honum var sér-
staklega ljúft að greiða götii áhugasamra námsmanna og hvetja
ká til bókmentalegra rannsókna. Hin mikla tungumála-kunnátta
hans kom honum einnig að góðu haldi í bókavarðarstöðunni.
B°9i Th. Melsteð tekur ekki of djúpt í árinni, þar sem hann
segir í æfiminningu Fiskes (bls. 37): »Hann kunni öll hin
Sermönsku mál og flest hin rómönsku, en auk þess var hann
mlö9 vel að sér í ýmsum austurlandamálum, einkum arabisku,
Persnesku og sanskrít*. — Latínu og grísku hafði hann numið
1 aasku, og rússnesku kunni hann. Hann kendi persnesku við
Cornell-háskóla og samdi kenslubók í arabisku, sem rituð var
með latínuletri; kom hún út tvisvar; var hún þáttur í þeirri