Eimreiðin - 01.10.1931, Page 50
362
WILLARD FISKE
EIMREIÐIN
starfsemi hans að samræma ritmál og mælt mál Egypta og
greiða þannig veg alþýðumentun þeirra. Leit mun því á manni
jafnhæfum til bókavarðarstarfs sem Fiske var, enda leysti
hann það af hendi með allri prýði. Og löngum var Cornell-
safnið óskabarn hans, eins og hinar miklu gjafir hans til þess
sýna bezt.
Fiske var bókfræðingur og bóka-safnari með afbrigðum.
Um sjaldgæfa þekkingu hans á íslenzkri bókfræði er ástæða
til að rita síðar. Hann var einnig manna bókfróðastur um
ítölsku skáldin Dante og Petrarca. Skráði hann margt bók-
fræðilegs efnis, og bera þau rit hans og ritgerðir merki fá-
gætrar þekkingar og nákvæmni. Hann var mikilvirkur bóka-
safnari og vandur að bókavali, sparaði hann hvorki fé ne
fyrirhöfn í þessu merkisstarfi sínu. Auk íslenzka safnsins
hann Cornell-háskóla hin stærstu Dante- og Petrarca-söfn,
sem til eru, að frátöldum allmiklum söfnum annara rita. Voru
söfn þessi geysistór við dauða gefandans, t. d. var Dante-
safnið 7000 bindi; en öll hafa þau stækkað stórum síðan,
því að Fiske gaf fé til þess að auka við þau.
Fiske var taflmaður ágætur og ritaði mikið um skáktafl
og skákbókmentir; mun óhætt mega telja hann meðaLfróð'
ustu manna í sögu skáklistar. Hann var stofnandi og annar
ritstjóri fyrsta skáktímarits í Vesturheimi og ritaði stærðar-
bók um fyrsta ameríska skákþingið (1857), enda átti hann
drjúgan hlut í því, að það var háð. Stuðlaði hann mjög
auknum áhuga á skáktafli í Bandaríkjum.
Fiske reit margt bæklinga og ritgerða, auk stærri rita, er
sum verða nefnd. Úrval rita hans er þrjú bindi, nærri þúsund
blaðsíður, og menn geta farið nærri um fjölbreytni efnisins
af því, sem sagt hefur verið um margþætt starf höfundarins-
Hann var í tilbót maður mjög ritsnjall; ensk tunga leikur >
höndum hans. Er það því mikil ánægja að lesa rit hans og
ritgerðir, eigi sízt þegar honum er mikið niðri fyrir. Festa og
djúphygni fræðimannsins og stílfimi hins æfða blaðamanns
mætast hjá honum og lifandi áhugi blandast þeim, þegar um
ræðir þau málin, sem voru honum hugstæðust, svo sem uw
bætur umboðsstjórnarinnar í Bandaríkjum (civil service reforrnh
en Fiske var einn forystumanna í þeirri þörfu umbótaviðleitm-