Eimreiðin - 01.10.1931, Qupperneq 54
366
WILLARD FISKE
EIMREIÐIN
og sinnar eigin; og þessi eru niðurlagsorð hans: »Það er ósk
mín, að framtíð hins dásamlega eylands yðar megi í sannleika
verða eins glæsileg og fortíð þess; og það skal verða eitt
aðal-markmið æfi minnar og starfa að stuðla á allan hátt að
framgangi þess í bókmentum og stjórnmálum«.
Bréf þetta má stórmerkilegt teljast, því að sjaldgæft er, að
jafn ungur maður helgi starf sitt svo ákveðið og einlæglega
erlendri þjóð. Er frumrit bréfsins geymt á Landsbókasafninu,
eins og ágætlega á við.
Ekki leið heldur á löngu áður en Fiske hóf starfsemi sína
íslandi í hag. Haustið 1859 flutti hann erindi um íslenzka
þjóðarhagi í ameríska Landfræðifélaginu. Um þær mundir
ritaði hann einnig um íslenzka tungu og bókmentir í Apple-
ton’s New American Cyclopaeclia (alfræðibók).1)
En fræðslustarfsemi hans um fsland hófst þó fyrst fyrir
alvöru þjóðhátíðarárið (1874). Sá hann sér þar góðan leik á
borði til að verða Islendingum að gagni og notaði vel hið
einstæða tækifæri — þúsund ára afmæli bygðar íslands ■—
til þess að kynna land vort og þjóð í hinum enskumælandi
heimi. Ritaði hann greinar um ísland, sögu þess og menn-
ingu, í mörg amerísk blöð og tímarit, og sum hin víðlesnustu,
I. d. »New Vork Herald*. Lýsa ritgerðir þessar víðtækri
þekkingu og djúpum skilningi á kjörum hinnar íslenzku þjóðar
og velferðarmálum, og miklum hlýleik til hennar.
Það var einnig mest fyrir áhuga Fiskes og atorku, að
Vesturheimsmenn sendu íslendingum miklar bókagjafir þjóð-
hátíðarárið; en kringum fimm hundruð bindi þeirra voru frá
Fiske sjálfum; var það sannarlega hin rausnarlegasta gjöf,
því að enginn var hann efnamaður á þeim árum. Ekki gat
hann sótt þjóðhátíðina, þótt hann hefði mikinn hug á því, sem
vænta má, en hann varð hvatamaður þess, að Bayard Taylor
sótti hana, og það var íslandi góður greiði, þar sem Taylor
1) Geta rná þess, að á nánisárum sínum í Uppsölum byriaði Fislie
að safna lil ensk-íslenzkrar orðabókar, og eru nokkur drög til hennar i
handrili í Corneli-safninu. í bréfi lil Bayards Taylors (frá 1861) sést,
að Fiske hefur haft í hug að ljúka þessu verki, en aldrei komst þa^
lengra á veg.