Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 56
368
WILLARD FISKE
eimreiðin
á honum við persónuleg kynni. Það var bæði, að hann var
fróður um landið sjálft, fortíð þess og hagi og að hann tal-
aði íslenzku mæta vel; en Ijúfmenska hans og hispursleysi
gerðu þó enn meira til þess að afla honum hylli manna.
Æðri sem lægri, kaupstaðabúar og sveita, keptust um að
gera honum komuna sem ánægjulegasta. Akureyrarbúar héldu
honum veizlu mikla, og ekki voru viðtökurnar síðri í Reykja-
vík; þingmenn héldu landshöfðingja og Fiske stórveizlu;
mælti Grímur skáld Thomsen fyrir minni Fiskes, en hann
svaraði með snjallri ræðu á íslenzku, sem mikill rómur var
gerður að; ekki vildu borgarar og bændur minni vera 09
héldu Fiske aðra veizlu. Islandsför hans var í einu orði sagt
samfeld sigurför. Hann kom, sá og sigraði, eins og Caesar
forðum. íslenzka þjóðin gerði hann að heiðursgesti sínum, 03
með því sæmdi hún sjálfa sig eigi síður en hann. Tvö kunn-
ustu þjóðskáldin, Matthías og Steingrímur, sungu hann úr
garði með hlýjum kveðjuljóðum.
Og víst er um það, að Fiske notaði ársfjórðungsdvölina 3
íslandi vel. Auk þess sem hann ferðaðist um mikinn hluta
landsins og umhverfis það og heimsótti merka sögustaði,
skoðaði hann rækilega söfnin í Reykjavík, kom á alþinS*’
sem háð var meðan hann var á landi hér, og safnaði á ferð'
um sínum íslenzkum bókum. Hann gaf nánar gætur að ein*
kennum landsins, þjóðarháttum og menningarástandi. Bréf þaU’
sem hann ritaði frá íslandi, og ritgerðir hans um land og Þi°^
á eftirfarandi árum, bera þess vott, að hann hefur átt glÖ9*
gestsauga.
Fegurð landsins heillaði hann, fjallasýn og fjarða, og blóma'
skrúð þess eigi síður. »Þú hefur enga hugmynd um gnaegð
þeirra*, ritar hann einum vina sinna. Honum verður eðlileg3
tíðrætt um íslenzka gestrisni, enda sá hann hana í hátíðar-
búningi. Margt segir hann um framfarir landsins í skólamál-
um, landbúnaði og húsagerð; framfarahugurinn var honum
auðsær hvarvetna. »Reykjavík er að fá á sig borgarblse og
stækkar óðum«, segir hann á einum stað. Og eigi leynir þ3°
sér, að honum er ljúft að geta flutt þessar framfara-fregn'r
af íslandi.
Bókhneigð íslendinga hreif Fiske djúpt, sem von var um