Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 60
372
WILLARD FISKE
eimreidin
urðu hér (1896) var Fiske staddur í Svíþjóð; ritaði hann um
hörmungar þessar í sænsk blöð og hóf samskot þeim til
handa, sem orðið höfðu fyrir eignatjóni; varð sú byrjun til
þess, að allmikið gjafafé var sent til Islands.
Ekki voru þær heldur fáar íslenzku mentastofnanirnar, sem
Fiske styrkti með bókagjöfum eða á annan veg. Gott dæmi
þess er það, að síðasta haustið sem hann var í Kaupmanna-
höfn (1903) gaf hann Hafnardeild Bókmentafélagsins 300
dollara til styrktar bókaútgáfu þess, en ekki vildi hann láta
nafns síns getið, og var svo oftar þá er hann gaf rausnar-
gjafir.1)
íslenzkir taflmenn hafa öðrum fremur ástæðu til að muna
Fiske, því að hann gerði mikið til þess að efla og útbreið3
skáklist á íslandi. Hann gaf Landsbókasafninu »hið staersta
og vandaðasta safn skákbóka, sem til er á Norðurlöndum*
(H. Hermannsson), tólf hundruð bindi. Hann sendi skólum
og einstökum mönnum á íslandi taflborð og taflmenn, átti
drjúgan þátt í því, að Taflfélag Reykjavíkur var stofnað
studdi það öfluglega; þá gaf hann út skáktímarit og önnuf
skákrit á íslenzku (með aðstoð þeirra Bjarna jónssonar °S
Halldórs Hermannssonar, einkum hins síðarnefnda) og ritað*
um skák á íslandi á erlendum málum, mest á ensku. Rit haus.
Chess in Iceland and Icelandic liistory, um sögu tafls á Is
Iandi, sem út kom að honum látnum (1905), er mikil bók °3
merkileg mjög í sinni röð. — Að öllu samanlögðu er þa
eigi ofmælt, sem dr. Sigfús Blöndal sagði um Fiske: »Eins o8
Rasmus Rask hefur verið kallaður aðal-viðreisandi íslenzkrar
tungu, eins má segja, að Willard Fiske hafi endurreist >s
lenzka skáklist*. (»Eimreiðin« 1912, bls. 236).
Ekki er þó fullsagt frá hlutdeild Fiskes í íslenzkri ská
sögu. Rausn hans og trygð við Grímseyinga, einhver allr
fegursti þátturinn í afskiftum hans af velferðarmálum Islan s’
áttu rót sína að rekja til skákfrægðar þeirra; það var
hún-
1) Af bréfi frá ]ames Bryce til Fiske 14. sept. 1903, má sjá, að
síðarnefndi hefur látið sér ant um, að Landsbókasafnið yrði ke,UI£n£].
en þá var, og að liann hefur í því efni snúið sér til auðkýfings>ns ^ ^
rew Carnegie. Heitir Bryce að styðja málaleitun þessa, en eigi
fundið neitt frekar um þetta í prenluðum ritum eða bréfum Fiskes.