Eimreiðin - 01.10.1931, Page 67
E'MREIÐIN
SOGNIN UM ATLANTIS
379
lorðunni á milli sín og komu upp hofum og blóthörgum hver
1 sínu umdæmi. Eyjan Atlantis, sem áður er getið, kom í
hluta Poseidons, sem eignaðist tíu sonu með mannlegri kvinnu,
Kleito, og urðu þeir ættfeður í landinu; hinn elzti þeirra hét
Atlas, og af því var dregið nafn eyjarinnar.
A eynni voru mikil fjöll, sem gengu víða sæbrött niður, en
a suðurlandinu var mikið sléttlendi, um 600 km. langt og
400 km. breytt. Á þessu sléttlendi, um 10 km. frá ströndinni,
Var hæðaás og á honum var aðalborgin bygð, kringum kon-
Un9sslotið, sem stóð í miðri borginni. Að henni lá 100 m.
bfeiður skurður frá sjó, og um hana luku þrír hringmyndaðir
skurðir hver utan um annan, svo voru þeir aftur tengdir sín
a roilli með yfirgerðum þverskurðum, svo að skip gætu al-
sfaðar rent að. Kringum alla sléttuna var grafinn stór hring-
^Yndaður skurður, 2000 km. langur, 200 m. breiður og 35 m.
^iúpur. þessi skurður tók á móti því vatni, sem ár og lækir
!u«u frá fjöllunum, sem rann svo beggja megin borgarinnar
sjávar. Frá honum voru enn skurðir, sem lágu beint eftir
sléttlendinu til borgarinnar.
^rýrnar yfir þessa skurði, svo og konungsbrúin á instu
eVnni, voru varðar steinhleðslu úr svörtu, hvítu og rauðu grjóti,
Sem tekið var úr grjótnámu, er lá í miðri eynni. Múrgirðing-
arnar voru þaktar málmi, tini og »orikalkic. Borgin sjálf var
Psnnig bygð, að í miðið var musteri (hof), helgað Poseidon
°9 Kleito; gullmúr umkringdi það, og þangað máttu prest-
arnir einir koma. Það var 600 feta langt og 300 feta breitt
þakið utan gulli og silfri. Loftið að innan var gert úr
' abeini, prýtt með gulli, silfri og orikalki. Þar var Poseidons
Uneski á hervagni; var beitt fyrir hann sex vængjahestum,
°9 umkringdu þá 100 vatnadísir (Nereider) á höfrungum, svo
°9 gull-líkneski af hinum tíu konungum. Konungshöllin var
kreytt á líkan hátt; víða voru vatnsþrær og gosbrunnar, og
Var vatni veitt þar í úr tveimur laugum, heitri og kaldri, sem
a9u inni í landinu. Við ströndina voru þrjár stórar hafnir,
°9 var þar fjöldi skipa (herskip og verzlunarskip), en þar
Urnhverfis voru þéttbygð þorp.
A útjöðrum sléttunnar og alt til róta fjallanna var gras-
endi, engi og sveitaþorp í mesta blóma, og þar þroskuðust