Eimreiðin - 01.10.1931, Qupperneq 70
382
SOGNIN UM ATLANTIS
eimreiðiN
fræðimanni heilabroium og vekur þá spurningu í huga manns,
hvort þetta geti verið þannig: Hefur í raun og veru verið
menningarland þarna?
Frásögn þessi er mjög samhljóða því, sem skráð er um
syndaflóðið í biblíunni: »Og er drottinn sá, að ilska mannsins
var mikil á jörðunni og að allar hugrenningar hjarta hans
voru ekki annað en ilska alla daga, þá iðraðist drottinn þess,
að hann hafði skapað mennina á jörðunni, og honum sárnaði
það í hjarta sínu«.
Líkar eru sögur í indverskum, babíloniskum og kaldeiskum
munnmælum. Alstaðar hafa menn þekt söguna um landið,
sem eyðilagðist af sjávargangi. Og vestan Atlantshafs lifa
munnmælasögur um þetta, samhljóða þeim, sem getið er hér.
I svonefndri Popul \Juh, helgiriti hins gamla Maya- eða Kice-
þjóðflokks á Vucatanskaga í Mexico, er þess getið, að hinn
skapandi máttur hafi einhverju sinni upprætt í miklu vatns-
flóði ólánssaman þjóðflokk, sem búið hafi í Austurlöndum-
Mun með því vera átt við Atlantshafs-viðburðinn, og er svo
tekið til orða: »Vegna þess að eyðileggingin var ákveðin af
hjörtum himins, rigndi svo mikið yfir höfuð þeirra, að þe*r
fórust á þann hátt, af því þeir höfðu ekki borið umhySSÍu
fyrir móður sinni eða föður og ekki treyst guði sínum. ÞV1
varð himininn dimmur þeirra vegna, og hófst þá svart regn,
sem stóð í daga og nætur. Á þenna hátt framkvæmdist eyð*-
leggingin, og þjóðflokkur þessi týndist og upprættist*.
Áður en óhamingja þessi dundi yfir, hafði nokkur hlut*
fólksins getað bjargast til nálægra landa, og til er enn fra'
sögn, sem líkist sögunni af Nóa, hvernig maður að nafni Nofa
og kona hans Nena fá skipun frá guðinum Titlacabuan, utTI
að hola kyprustré og flytja sig með föggur sínar þangað *nn-
Þegar því er lokið, lokar guðinn sjálfur dyrunum að baki þeim-
Afkomendur þeirra auka kyn sitt á jörðunni eftir þetta mikla
vatnsflóð. »Á þeim tíma«, stendur skrifað, »var dauf birta e
jörðunni, andlit sólar og tungls var hulið*.
Annar mexíkanskur þjóðflokkur (Toltekar) á samhljóða sögu-
Mennirnir og landið eyðilagðist af feikna regni og eldinSun'
frá himninum. Hæstu fjöll sukku í vatn, sem stóð 15 álnum
hærra.