Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1931, Page 80

Eimreiðin - 01.10.1931, Page 80
392 í EFTIRLEIT ElMREIÐlN inn orti við ýms tækifæri, en sem hann vegna annríkis ekki fékk afritað. Mér er sérstaklega fyrir barnsminni ein tegund erfiljóða- gerðar, sem hann tamdi sér í Odda. Menn voru alt af að biðja hann að yrkja eftir ástvini. Og það kom oft fyrir, þegar komið var með lík til greftrunar í Odda kirkjugarði og íá- tækir áttu í hlut, sem vildu fá úrlausn eins og hinir, að hann klipti út úr pappírsörk dálítinn, laglegan kross, skrifaði svo a þennan pappírskross stutta grafskrift með vel viðeigandi stutlu saknaðarstefi og límdi krossinn framantil á líkkistulokið. Þessi hugulsemi hans var hjartanlega vel þegin, — því kistan var venjulega fátækleg og laus við útflúr og sorglega svört, en hvíti krossinn með vísunni á lokinu prýddi vel sem bseði helgirún og heiðursmerki. Ég var þá varla orðinn læs eða gefinn fyrir skáldskap, og fá>r nema ástvinir hins látna gáfu vísum þessum verulegan gaum, en ég vildi óska nú, að ég ætti þau vers til að Iáta aðra heyra- í stólræðum sínum Ias hann stundum upp vers og sálma eftir sig, sem þóttu oftast minnisverðari en alt hitt í ræðunni- Hann fargaði eða brendi öllu eða því nær öllu sínu ræðu- safni eftir að hann lét af prestsskap, svo þar hefur sennileg3 margt af Ijóðum týnst. »Látum svo vera, nóg er nú samt*' mun margur segja, en vænt þótti mér samt um stökur af slíku tæi, sem Samúel frændi minn Eggertsson sendi meL Hann hafði skrifað þær upp eftir minni frú Birgittu Tómas- dóttur frá Brúarlandi. Hún var mjög Ijóðelsk kona og ein ^ þeim, sem ætíð sótti kirkju hjá föður mínum meðan hann dvaldi á Akureyri. Sagði hún, að faðir minn hefði mælt þess- ar vísur fram í einni prédikun, og vísurnar hljóða þannig: Ef velur þú sess í veizluslað og veröld þig yztan setur, og falli svo til, sem oft ber að, að annar sig hærra metur, með hógværri lundu þoldu þaö, ef þokar nær guði betur. Og Ioki þig úti hróp-og háð, þar heimskunnar glaumur dynur, og öll þfn virðing verður smáð, svo varpar þú önd og stynur, þín huggun er nóg, ef herrans náð þig heiðrar og kallar, vinur. Mín synd hefur lítillækkað mig og Iangt frá þeim efsta setur; að komast á hærra hefðarstis mér hjálpað einn Drottinn geh>r- 0, himneski vin, ég þrái þis að þoka mér nær þér betur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.